Jón Heiðar: Líklega minn síðasti handboltaleikur Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2015 19:22 Jón Heiðar Gunnarsson hefur skorað sitt síðasta mark. vísir/ernir Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira