Hanna Birna greindist með æxli í höfði 27. apríl 2015 19:15 „Ég lak engum upplýsingum og mér finnst ótrúlegt að fólki detti í hug að ég myndi gera það og láta annan taka fallið. Ég vissi ekki að Gísli hefði gert það fyrr en hann sagði það sjálfur en ef ég fengi tækifæri til að gera hlutina upp á nýtt, myndi ég fara öðruvísi að.“ Þetta segir Hann Birna Kristjánsdóttir þingmaður og fyrrverandi innanríkisráðherra sem settist á þing í dag eftir fjögurra mánaða fjarveru. Hanna Birna var í viðtali við Ísland í dag í kvöld en þar segist hún hafa gert mörg mistök í lekamálinu svokallaða. „Ég tek hlutina of persónulega og fer í of mikla vörn. Það gerði ég í þessu máli.“Talaði oftar við Gísla en aðra Hanna Birna segir að á tímabili hafi hana grunað alla sem í kringum hana voru en viðurkennir þó að hún hafi yfirheyrt suma oftar en aðra. „Ég spurði Gísla oftar en aðra, ég get ekki sagt hvort mig hafi grunað hann meira en aðra svona, eftir á, en þó mig hefði grunað hann, gat ég ekki látið hann fara með engar sannanir.“ Þá segir hún að um leið og Gísli viðurkenndi fyrir henni lekann, hafi hún vitað að hún þyrfti að segja af sér. „Ég hringdi í manninn minn og sagði honum að þetta væri búið og að ég vildi út. Eftir á að hyggja, hefði ég örugglega átt að segja af mér þegar rannsókn málsins hófst. Það hefði verið betra.“„Ég fer alltaf í vörn“ Hanna Birna viðurkennir að hún hefði átt að einbeita sér betur að því að upplýsa málið en að ýta því í burtu frá sér. „Ég viðurkenni, ég vildi það burt. Mér leið illa því ég skildi ekki hvað hafði gerst og það voru mistök af minni hálfu, verandi ráðherra, að vera í bandi við Stefán Eiríksson sem þá var lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu.“ Hanna Birna sem var æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu á þeim tíma var oft í samskiptum við Stefán. Hún neitar að hafa hótað honum en hún sagði þó við hann að lögreglurannsókn myndi fara fram að málinu loknu. „Það voru mistök að hafa samband við hann en ég hef aldrei hótað neinum. Eftir á að hyggja, vildi ég að ég hefði farið aðra leið í þeim málum.“Fór að gráta Morguninn sem Gísli Freyr ákvað að segja sannleikann, komu þau hjón inn á skrifstofu til Hönnu Birnu, loka dyrunum og Gísli biðst afsökunar margoft. „Þetta var tilfinningaþrungin stund, þau voru augsýnilega mjög beygð og voru bæði grátandi. Ég fór einnig að gráta og var fyrst og fremst gríðarlega vonsvikin.“ Hanna Birna segist ekki vera reið og óski Gísla alls hins besta í lífinu. Þau eru ekki í sambandi í dag en hún segist þó trúa því að hann hafi ekki ætlað sér að gera henni neitt illt. Hann hafi lent í lygavef og ekki komist úr honum.„Mér brá“ Hanna Birna segist hafa verið buguð, þreytt og sár. Ástæður fyrir því að hún ákvað að hverfa af sjónarsviðinu í fjóra mánuði eru þó fleiri. „Ég vil helst ekki tala um mitt einkalíf, ég hef aldrei viljað gera það. Það er ekki mitt að velta fólki upp úr mínum áhyggjum, ég er hérna til að auðvelda líf annarra. Kannski ætti ég þó að vera ófeimnari við að treysta fólki fyrir því hvernig mér líður,“ segir Hanna Birna sem eftir að hafa fallið í yfirlið og þurft á rannsóknum að halda, greindist með æxli í höfði. „Ég vil ekki drama í kringum það, þetta er góðkynja og verður í hausnum á mér áfram. En mér brá og þetta ofan á allt annað, var bara of mikið fyrir mig. Ég þurfti frið og tók mér minn tíma. Hanna Birna segir að hún sé nú fyrst tilbúin að tala. „Ef ég hefði mætt í viðtal um leið og allt þetta gekk yfir, hefði ég farið að gráta. Það vildi ég ekki.“„Ertu viss um að börnin þín séu óhult“ Hanna Birna segir að umræðan verði að breytast í landinu. „Það var erfitt að þurfa að segja börnunum mínum að opna ekki dyrnar fyrir neinum, fá líflátshótanir og spurningu á Austurvelli um hvort ég væri viss um að börnin mín væru óhult,“ segir Hanna sem segir það ómögulegt að fólk haldi að stjórnmálamenn séu allir vondir og hugsi aðeins um næsta prófkjör. „Umræðan verður að breytast en ég hef enn ekki hitt þennan vonda stjórnmálamann.“Vill vera varaformaður Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna segist gera sér grein fyrir því að það muni taka tíma að endurheimta traust þjóðarinnar á ný og að undanfarið eitt og hálfa árið hafi hún á hverjum degi íhugað að hætta í pólitík. „Eldurinn er þó enn til staðar og mig langar að fá tækifæri til að halda því starfi áfram sem ég var kosin til að vinna. Mig langar að vera varaformaður flokksins og mig langar að vera góð fyrirmynd. Þetta mun allt saman taka tíma,“ segir Hanna Birna en viðtalið við hana má sjá hér í fullri lengd. Lekamálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Ég lak engum upplýsingum og mér finnst ótrúlegt að fólki detti í hug að ég myndi gera það og láta annan taka fallið. Ég vissi ekki að Gísli hefði gert það fyrr en hann sagði það sjálfur en ef ég fengi tækifæri til að gera hlutina upp á nýtt, myndi ég fara öðruvísi að.“ Þetta segir Hann Birna Kristjánsdóttir þingmaður og fyrrverandi innanríkisráðherra sem settist á þing í dag eftir fjögurra mánaða fjarveru. Hanna Birna var í viðtali við Ísland í dag í kvöld en þar segist hún hafa gert mörg mistök í lekamálinu svokallaða. „Ég tek hlutina of persónulega og fer í of mikla vörn. Það gerði ég í þessu máli.“Talaði oftar við Gísla en aðra Hanna Birna segir að á tímabili hafi hana grunað alla sem í kringum hana voru en viðurkennir þó að hún hafi yfirheyrt suma oftar en aðra. „Ég spurði Gísla oftar en aðra, ég get ekki sagt hvort mig hafi grunað hann meira en aðra svona, eftir á, en þó mig hefði grunað hann, gat ég ekki látið hann fara með engar sannanir.“ Þá segir hún að um leið og Gísli viðurkenndi fyrir henni lekann, hafi hún vitað að hún þyrfti að segja af sér. „Ég hringdi í manninn minn og sagði honum að þetta væri búið og að ég vildi út. Eftir á að hyggja, hefði ég örugglega átt að segja af mér þegar rannsókn málsins hófst. Það hefði verið betra.“„Ég fer alltaf í vörn“ Hanna Birna viðurkennir að hún hefði átt að einbeita sér betur að því að upplýsa málið en að ýta því í burtu frá sér. „Ég viðurkenni, ég vildi það burt. Mér leið illa því ég skildi ekki hvað hafði gerst og það voru mistök af minni hálfu, verandi ráðherra, að vera í bandi við Stefán Eiríksson sem þá var lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu.“ Hanna Birna sem var æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu á þeim tíma var oft í samskiptum við Stefán. Hún neitar að hafa hótað honum en hún sagði þó við hann að lögreglurannsókn myndi fara fram að málinu loknu. „Það voru mistök að hafa samband við hann en ég hef aldrei hótað neinum. Eftir á að hyggja, vildi ég að ég hefði farið aðra leið í þeim málum.“Fór að gráta Morguninn sem Gísli Freyr ákvað að segja sannleikann, komu þau hjón inn á skrifstofu til Hönnu Birnu, loka dyrunum og Gísli biðst afsökunar margoft. „Þetta var tilfinningaþrungin stund, þau voru augsýnilega mjög beygð og voru bæði grátandi. Ég fór einnig að gráta og var fyrst og fremst gríðarlega vonsvikin.“ Hanna Birna segist ekki vera reið og óski Gísla alls hins besta í lífinu. Þau eru ekki í sambandi í dag en hún segist þó trúa því að hann hafi ekki ætlað sér að gera henni neitt illt. Hann hafi lent í lygavef og ekki komist úr honum.„Mér brá“ Hanna Birna segist hafa verið buguð, þreytt og sár. Ástæður fyrir því að hún ákvað að hverfa af sjónarsviðinu í fjóra mánuði eru þó fleiri. „Ég vil helst ekki tala um mitt einkalíf, ég hef aldrei viljað gera það. Það er ekki mitt að velta fólki upp úr mínum áhyggjum, ég er hérna til að auðvelda líf annarra. Kannski ætti ég þó að vera ófeimnari við að treysta fólki fyrir því hvernig mér líður,“ segir Hanna Birna sem eftir að hafa fallið í yfirlið og þurft á rannsóknum að halda, greindist með æxli í höfði. „Ég vil ekki drama í kringum það, þetta er góðkynja og verður í hausnum á mér áfram. En mér brá og þetta ofan á allt annað, var bara of mikið fyrir mig. Ég þurfti frið og tók mér minn tíma. Hanna Birna segir að hún sé nú fyrst tilbúin að tala. „Ef ég hefði mætt í viðtal um leið og allt þetta gekk yfir, hefði ég farið að gráta. Það vildi ég ekki.“„Ertu viss um að börnin þín séu óhult“ Hanna Birna segir að umræðan verði að breytast í landinu. „Það var erfitt að þurfa að segja börnunum mínum að opna ekki dyrnar fyrir neinum, fá líflátshótanir og spurningu á Austurvelli um hvort ég væri viss um að börnin mín væru óhult,“ segir Hanna sem segir það ómögulegt að fólk haldi að stjórnmálamenn séu allir vondir og hugsi aðeins um næsta prófkjör. „Umræðan verður að breytast en ég hef enn ekki hitt þennan vonda stjórnmálamann.“Vill vera varaformaður Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna segist gera sér grein fyrir því að það muni taka tíma að endurheimta traust þjóðarinnar á ný og að undanfarið eitt og hálfa árið hafi hún á hverjum degi íhugað að hætta í pólitík. „Eldurinn er þó enn til staðar og mig langar að fá tækifæri til að halda því starfi áfram sem ég var kosin til að vinna. Mig langar að vera varaformaður flokksins og mig langar að vera góð fyrirmynd. Þetta mun allt saman taka tíma,“ segir Hanna Birna en viðtalið við hana má sjá hér í fullri lengd.
Lekamálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira