Manny Pacquaio veit nákvæmlega hvernig hann ætlar að vinna Floyd Mayweather í hringnum um helgina.
Mayweather hefur aldrei tapað á ferlinum þó svo hann hafi barist 47 sinnum. Hann hefur reyndar aldrei mætt Manny Pacquaio.
„Ég er öðruvísi en allir þessir 47 gaurar sem hann hefur mætt. Ég er hraðari en þeir og á erindi í þennan bardaga. Ég trúi því að það sé komið að tapi hjá Mayweather," sagði Pacquaio.
„Ég get ekki sagt að Mayweather sé hættulegasti andstæðingur sem ég hef mætt því ég hef mætt gaurum eins og Oscar de la Hoya, Miguel Cotto, Juan Manuel Vargas og fleirum.
„Hann er vissulega erfiður andstæðingur en sjálfstraust mitt er annað og betra en núna. Þetta er mikilvægur bardagi fyrir mína arfleifð."
Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
"Mayweather hefur aldrei mætt manni eins og mér“

Tengdar fréttir

Veit ekki hvernig tilfinning það er að tapa
Mayweather leggur sinn fullkomna feril undir á laugardag er hann mætir Manny Pacquaio í Las Vegas.

MGM Grand tilbúið með 500 þúsund bjóra og 100 þúsund pylsur
MGM Grand-hótelið í Las Vegas er með allt klárt fyrir bardaga aldarinnar sem er einnig stærsti viðburður allra tíma í Las Vegas.

Manny verður flengdur
Pabbi Floyd Mayweather hefur varað Manny Pacquiao við því að Mayweather hafi aldrei æft eins vel fyrir nokkurn bardaga.

Þarf að vinna í rúm 35 þúsund ár til að ná sömu upphæð og Mayweather
Floyd Mayweather og Manny Pacquiao mætast í hnefaleikabardaga í Las Vegas aðfaranótt sunnudags.

Dýrustu miðarnir kostuðu eina milljón
Miðar á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquaio fóru loksins í sölu í dag. Ekki seinna vænna því þeir berjast eftir rúma viku.