Varðskipið Týr fékk síðdegis í dag beiðni frá ítölskum yfirvöldum og FRONTEX, Landamærastofnun Evrópusambandsins, um að sigla til móts við gúmmíbát þar sem um borð eru hugsanlegir flóttamenn. Báturinn er eins og er staðsettur um 18 sjómílur norður af Libýu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem barst Vísi á fimmta tímanum í dag.
Týr verður samkvæmt áætlun kominn á vettvang í nótt um klukkan tvö eftir miðnætti á íslenskum tíma.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

