Viðskipti erlent

Útflutningur Kínverja dróst saman um 14,6%

ingvar haraldsson skrifar
Hafnarsvæði í borginni Qingdao, í Shandong héraði í Austur-Kína.
Hafnarsvæði í borginni Qingdao, í Shandong héraði í Austur-Kína. vísir/epa
Verulegur samdráttur var í útflutningi frá Kína þrátt fyrir væntingar um hið gagnstæða. Verðmæti kínversk útflutnings, mælt í kínverskum júönum, dróst saman um 14,6 prósent í mars en spár markaðsaðila höfðu gert ráð fyrir 8 prósent vexti. BBC greinir frá.

Viðskiptaafgangur Kína hefur ekki verið minni í 13 mánuði. Viðskiptaafgangurinn var um 400 milljarðar íslenskra króna í mars. Þetta er verulegur samdráttur frá því í febrúar þegar viðskiptaafgangur nam 8.400 milljörðum króna.

Innflutningur dróst saman um 12,3 prósent en spár gerðu ráð fyrir 11 prósenta samdrætti.

Hagvöxtur í Kína var 7,4 prósent árið 2014, sem er minnsti hagvöxtur í aldarfjórðung.

Samkvæmt frétt BBC telja greiningaraðilar líkur á að áfram hægi á vexti kínversks efnahagslífs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×