Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi 15. apríl 2015 07:05 Frá björgunaraðgerðum Týs á Miðjarðarhafi á dögunum. mynd/landhelgisgæslan Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. Í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að áhöfn Týs hafi heyrt skothvellina en það var statt tæpa sjómílu frá dráttarbátnum. Áhöfnin fylgdist því með atburðarrásinni úr fjarlægð. Atvikið átti sér stað eftir að ítalskt björgunarskip og Týr, skip landhelgisgæslunnar hafði bjargað tvöhundruð og fimmtíu manns sem voru um borð í báti. Eftir að fólkið var komið um borð í ítalska skipið birtust menn á hraðbátum og sigldu í átt að skipunum og skutu úr byssum sínum upp í lofið, að því er segir í frétt um málið á heimasíðu Frontex. Þeir hafi síðan komið taug í dráttarbátinn og tekið hann með sér, og er það sagt til merkis um að smyglararnir séu að verða uppiskroppa með báta. Óttast er að um fjögurhundruð flóttamenn hafi drukknað undan ströndum Líbíu í gær skömmu eftir að fyrrgreint atvik átti sér stað. Ítalska strandgæslan bjargaði 144 á mánudag og hóf þegar umfangsmikla leit að fleirum enda var talið að mun fleiri hefðu verið um borð. Þeir sem komust um borð í björgunarskip segja nú að allt að fimmhundruð og fimmtíu hafi verið um borð í bátnum þegar hann fórst. Flóttamannatímabilið er í þann mund að hefjast og nú þegar er straumurinn gríðarlegur frá Líbíu og yfir til Evrópu. Síðustu fimm daga hefur rúmlega sjöþúsund manns verið bjargað á hafsvæðinu. Flóttamenn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. Í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að áhöfn Týs hafi heyrt skothvellina en það var statt tæpa sjómílu frá dráttarbátnum. Áhöfnin fylgdist því með atburðarrásinni úr fjarlægð. Atvikið átti sér stað eftir að ítalskt björgunarskip og Týr, skip landhelgisgæslunnar hafði bjargað tvöhundruð og fimmtíu manns sem voru um borð í báti. Eftir að fólkið var komið um borð í ítalska skipið birtust menn á hraðbátum og sigldu í átt að skipunum og skutu úr byssum sínum upp í lofið, að því er segir í frétt um málið á heimasíðu Frontex. Þeir hafi síðan komið taug í dráttarbátinn og tekið hann með sér, og er það sagt til merkis um að smyglararnir séu að verða uppiskroppa með báta. Óttast er að um fjögurhundruð flóttamenn hafi drukknað undan ströndum Líbíu í gær skömmu eftir að fyrrgreint atvik átti sér stað. Ítalska strandgæslan bjargaði 144 á mánudag og hóf þegar umfangsmikla leit að fleirum enda var talið að mun fleiri hefðu verið um borð. Þeir sem komust um borð í björgunarskip segja nú að allt að fimmhundruð og fimmtíu hafi verið um borð í bátnum þegar hann fórst. Flóttamannatímabilið er í þann mund að hefjast og nú þegar er straumurinn gríðarlegur frá Líbíu og yfir til Evrópu. Síðustu fimm daga hefur rúmlega sjöþúsund manns verið bjargað á hafsvæðinu.
Flóttamenn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent