Erlent

Tugir flóttamanna fórust þegar gúmmíbátur sökk í Miðjarðarhafi

Atli Ísleifsson skrifar
Um tíu þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað af illa búnum og ofhlöðnum bátum í Miðjarðarhafi á árinu.
Um tíu þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað af illa búnum og ofhlöðnum bátum í Miðjarðarhafi á árinu. Vísir/AFP
Rúmlega fjörutíu flóttamenn drukknuðu eftir að gúmmíbátur sökk undan ströndum Sikileyjar í Miðjarðarhafi í dag. Fjórir komust lífs af.

Í frétt BBC kemur fram að um tíu þúsund flóttamönnum hafi verið bjargað frá áramótum af illa búnum og ofhlöðnum bátum sem siglt hefur verið frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Fleiri hundruð hafa drukknað.

Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, hefur biðlað til Evrópusambandsins um aukna aðstoð þannig að betur megi bregðast við auknum straumi flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu.


Tengdar fréttir

Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi

Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×