Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Linda Blöndal skrifar 16. apríl 2015 20:00 Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn. Loftslagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn.
Loftslagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira