Peterson má spila á ný Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2015 22:52 Adrian Peterson ræðir við fréttamenn eftir að dómsmáli hans lauk í haust. Vísir/Getty Einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna, hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings í NFL-deildinni, fékk í dag loks heimild til að spila í NFL-deildinni á nýjan leik. Peterson er einn besti hlaupari síðustu ára í NFL-deildinni en spilaði aðeins einn leik með Vikings á síðasta tímabili. Hann var svo dæmdur í bann eftir að upp komst um að hann hafi refsað fjögurra ára syni sínu með því að hýða hann með trjágrein. Peterson var kærður en málinu var lokið með dómssátt í lok síðasta árs. Við það fékk hann engu að síður ekki leikheimild og var haldið á sérstökum bannlista sem Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar, heldur utan um. Peterson er nú hins vegar kominn með leikheimild á ný og verður ekki refsað frekar vegna málsins. Hann verður hins vegar undir nánu eftirliti og verðu umsvifalaust settur aftur í bann ef hann fer ekki eftir skilmálum dómssáttarinnar. Forráðamenn Vikings hafa sagt að þeir vilji fá Peterson aftur í sínar raðir og er hann samningsbundinn liðinu í þrjú ár í viðbót. Talið er hins vegar að Peterson sé ósáttur við félagið fyrir að styðja sig ekki nægilega vel eftir að málið kom upp í haust og er óvíst hvort að hann mæti á æfingar þegar þær hefjast í næstu viku. Umboðsmaður Peterson hefur sagt að hann vilji sjá Peterson spila með öðru liði en hann hefur verið orðaður við Dallas Cowboys og Arizona Cardinals. Hann er hins vegar á afar háum samningi hjá Vikings og óvíst hvort að nokkurt annað lið sé reiðubúið að taka við honum í óbreyttu ástandi. Minnesota Vikings hefur sagt að félagið hafi engan áhuga á að láta Peterson fara. NFL Tengdar fréttir Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið. 17. september 2014 09:00 Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Peterson íhugar að komast á ÓL í Ríó Adrian Peterson, sem varð heimsfrægur fyrir að flengja fjögurra ára son sinn með trjágrein, íhugar nú að leggja skóna á hilluna. 15. desember 2014 23:00 Peterson segist ekki vera barnaníðingur Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. 16. september 2014 13:30 Enginn fangelsisdómur fyrir að flengja með trjágrein NFL-hlauparinn Adrian Peterson játaði sig sekan í barnaníðingsmáli en þó með þeim formerkjum að hann þyrfti ekki að fara í fangelsi. 5. nóvember 2014 23:00 Lofar að flengja ekki aftur með trjágrein NFL-stjarnan Adrian Peterson hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var kærður fyrir að flengja fjögurra ára gamlan son sinn með trjágrein. 21. nóvember 2014 23:15 Nike rifti samningi sínum við Peterson Íþróttavörurisinn Nike hefur ekki áhuga á að tengja sig við foreldra sem flengja börn sín með trjágreinum. 7. nóvember 2014 22:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna, hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings í NFL-deildinni, fékk í dag loks heimild til að spila í NFL-deildinni á nýjan leik. Peterson er einn besti hlaupari síðustu ára í NFL-deildinni en spilaði aðeins einn leik með Vikings á síðasta tímabili. Hann var svo dæmdur í bann eftir að upp komst um að hann hafi refsað fjögurra ára syni sínu með því að hýða hann með trjágrein. Peterson var kærður en málinu var lokið með dómssátt í lok síðasta árs. Við það fékk hann engu að síður ekki leikheimild og var haldið á sérstökum bannlista sem Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar, heldur utan um. Peterson er nú hins vegar kominn með leikheimild á ný og verður ekki refsað frekar vegna málsins. Hann verður hins vegar undir nánu eftirliti og verðu umsvifalaust settur aftur í bann ef hann fer ekki eftir skilmálum dómssáttarinnar. Forráðamenn Vikings hafa sagt að þeir vilji fá Peterson aftur í sínar raðir og er hann samningsbundinn liðinu í þrjú ár í viðbót. Talið er hins vegar að Peterson sé ósáttur við félagið fyrir að styðja sig ekki nægilega vel eftir að málið kom upp í haust og er óvíst hvort að hann mæti á æfingar þegar þær hefjast í næstu viku. Umboðsmaður Peterson hefur sagt að hann vilji sjá Peterson spila með öðru liði en hann hefur verið orðaður við Dallas Cowboys og Arizona Cardinals. Hann er hins vegar á afar háum samningi hjá Vikings og óvíst hvort að nokkurt annað lið sé reiðubúið að taka við honum í óbreyttu ástandi. Minnesota Vikings hefur sagt að félagið hafi engan áhuga á að láta Peterson fara.
NFL Tengdar fréttir Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið. 17. september 2014 09:00 Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Peterson íhugar að komast á ÓL í Ríó Adrian Peterson, sem varð heimsfrægur fyrir að flengja fjögurra ára son sinn með trjágrein, íhugar nú að leggja skóna á hilluna. 15. desember 2014 23:00 Peterson segist ekki vera barnaníðingur Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. 16. september 2014 13:30 Enginn fangelsisdómur fyrir að flengja með trjágrein NFL-hlauparinn Adrian Peterson játaði sig sekan í barnaníðingsmáli en þó með þeim formerkjum að hann þyrfti ekki að fara í fangelsi. 5. nóvember 2014 23:00 Lofar að flengja ekki aftur með trjágrein NFL-stjarnan Adrian Peterson hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var kærður fyrir að flengja fjögurra ára gamlan son sinn með trjágrein. 21. nóvember 2014 23:15 Nike rifti samningi sínum við Peterson Íþróttavörurisinn Nike hefur ekki áhuga á að tengja sig við foreldra sem flengja börn sín með trjágreinum. 7. nóvember 2014 22:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið. 17. september 2014 09:00
Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30
Peterson íhugar að komast á ÓL í Ríó Adrian Peterson, sem varð heimsfrægur fyrir að flengja fjögurra ára son sinn með trjágrein, íhugar nú að leggja skóna á hilluna. 15. desember 2014 23:00
Peterson segist ekki vera barnaníðingur Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. 16. september 2014 13:30
Enginn fangelsisdómur fyrir að flengja með trjágrein NFL-hlauparinn Adrian Peterson játaði sig sekan í barnaníðingsmáli en þó með þeim formerkjum að hann þyrfti ekki að fara í fangelsi. 5. nóvember 2014 23:00
Lofar að flengja ekki aftur með trjágrein NFL-stjarnan Adrian Peterson hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var kærður fyrir að flengja fjögurra ára gamlan son sinn með trjágrein. 21. nóvember 2014 23:15
Nike rifti samningi sínum við Peterson Íþróttavörurisinn Nike hefur ekki áhuga á að tengja sig við foreldra sem flengja börn sín með trjágreinum. 7. nóvember 2014 22:30