Dagbjört Ína Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns Vals Sigurðssonar, landsliðsfyrirliða í handbolta, var valin í U17 ára landsliðið í fótbolta sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum 23.-26. apríl.
Dagbjört Ína spilar með unglingaliði Barcelona, en þar spilar faðir hennar með handboltaliði félagsins sem er eitt það allra besta í heiminum og hefur verið í marga áratugi.
Hún er nýorðin 16 ára gömul og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Börsunga í fyrsta leiknum fyrir félagið með skalla.
Dagbjört Ína hefur búið í Þýskalandi, Danmörku og á Spáni síðan hún var tveggja ára gömul, en í þeim löndum hefur Guðjón Valur spilað á stórglæsilegum handboltaferli.
Íslensku telpurnar mæta Wales, Norður-Írlandi og heimamönnum á mótinu í Færeyjum, en þjálfari liðsins er Úlfar Hinriksson.
Allur hópurinn:
Kristín Dís Árnadóttir, Breiðablik
Guðrún Gyða Haralz, Breiðablik
Dagbjört Ína Guðjónsdóttir, FC Barcelona
Rannveig Bjarnadóttir, FH
Aníta Dögg Guðmundsdóttir, FH
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, Fjölnir
Katrín Mist Kristinsdóttir, Fylkir
Dröfn Einarsdóttir, Grindavík
Alexandra Jóhannsdóttir, Haukar
Margrét Árnadóttir, KA
Aníta Lind Daníelsdóttir, Keflavík
Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR
María Sól Jakobsdóttir, Stjarnan
Harpa Karen Antonsdóttir, Valur
Hlín Eiríksdóttir, Valur
Ísold Kristín Rúnarsdóttir, Valur
Eyvör Halla Jónsdóttir, Víkingur
Telma Ívarsdóttir, Þróttur N
Dóttir Guðjóns Vals valin í U17 ára landsliðið í fótbolta
Tómas Þór Þórðarson skrifar
