Stöð 2 Sport mun sýna bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquaio sem fram fer í Las Vegas þann 2. maí næstkomandi.
365 gekk frá samningum þess efnis í vikunni en þessa bardaga hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu svo árum skiptir.
Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson lýstu fjölmörgum bardagakvöldum á Sýn, forvera Stöðvar 2 Sports, og munu sjá um að lýsa bardaga Mayweather og Pacquaio.
„Þetta eru bestu hnefaleikarar heims,“ sagði Ómar Ragnarsson sem var gestur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld ásamt Bubba Morthens.
„Mayweather hefur neitað að berjast við Manny í fjögur ár,“ segir Bubbi og bætir við að gríðarlegir fjármunir séu í húfi. „Það hefur enginn íþróttamaður þénað aðrar eins upphæðir og það sem hann fær fyrir þessar 25 mínútur í maí er jafn mikið og menn eins og Tiger Woods og Michael Jordan tóku mest inn á einu ári.“
Innslagið má sjá hér fyrir ofan en þar eru rifjuð upp stórskemmtileg augnablik frá ferli þeirra í sjónvarpinu.
Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið




„Ég trúi þessu varla“
Sport

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn


Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn


