Eiður Smári: "Spilaði í sennilega besta liði sem sagan á“ | Myndband Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2015 16:00 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira