Tiger Woods virðist vel stemmdur fyrir Masters 6. apríl 2015 23:57 Woods einbeittur á æfingasvæðinu í dag Getty Geoff Shackelford er virtur blaðamaður sem starfar fyrir hið vinsæla tímarit Golf Digest, en hann hefur verið að fylgjast með undirbúningi Tiger Woods fyrir Masters mótið á Augusta National vellinum í dag. Hann skrifaði á bloggið sitt um hvernig dagurinn í dag hefði verið hjá Woods sem eins og flestir golfáhugamenn vita hefur átt í miklum erfileikum á undanförnu ári. Woods hefur ekki spilað keppnisgolf síðan snemma í febrúar en þá hætti hann leik á Phoenix Open eftir hræðilega frammistöðu, sérstaklega í kring um flatirnar. Shackelford skrifar að Woods hafi mætt á æfingasvæðið á Augusta National í dag með heyrnatól í eyrunum, vitandi það að Golf Channel myndi vera með beina útsendingu frá æfingasvæðinu. Hann æfði vippin hjá sér í rúmlega klukkutíma fyrir framan myndavélarnar og virtist greinilega hafa náð betri stjórn á þeim en stærsta vandamál Woods áður en hann tók sér frí frá golfi voru hræðileg vipp sem kostuðu hann oft á tíðum illa. Í kjölfarið eltu blaðamenn Woods út á völl og samkvæmt nokkrum þeirra á samskiptasíðunni Twitter virtist Woods vera í frábæru formi á þeim 12 æfingaholum sem hann lék áður en myrkur skall á. Woods gaf færi á sér í viðtal við blaðamann Golf Channel eftir æfingahringinn og sagðist vera tilbúinn í slaginn fyrir Masters.„Ég hef verið að taka framförum að undanförnum vikum sem hafa gefið mér nógu mikil sjálfstraust til þess að mér finnist ég geta sigrað á golfmótum aftur. Það er gott að vera kominn á þann stað á ný.“ Shackelord endaði bloggfærsluna sína á þeirri staðreynd að Woods reynir yfirleitt að forðast kastljós fjölmiðla í aðdraganda stórmóta en hann stillti sér samt sem áður fyrir framan myndavélar Golf Channel í klukkutíma og sýndi allar sínar bestu hliðar í stutta spilinu. Það gætu verið skilaboð þessa goðsagnakennda kylfings til keppinauta sinna að hann er mætur á Augusta National til þess að berjast um sigurinn en Masters mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Geoff Shackelford er virtur blaðamaður sem starfar fyrir hið vinsæla tímarit Golf Digest, en hann hefur verið að fylgjast með undirbúningi Tiger Woods fyrir Masters mótið á Augusta National vellinum í dag. Hann skrifaði á bloggið sitt um hvernig dagurinn í dag hefði verið hjá Woods sem eins og flestir golfáhugamenn vita hefur átt í miklum erfileikum á undanförnu ári. Woods hefur ekki spilað keppnisgolf síðan snemma í febrúar en þá hætti hann leik á Phoenix Open eftir hræðilega frammistöðu, sérstaklega í kring um flatirnar. Shackelford skrifar að Woods hafi mætt á æfingasvæðið á Augusta National í dag með heyrnatól í eyrunum, vitandi það að Golf Channel myndi vera með beina útsendingu frá æfingasvæðinu. Hann æfði vippin hjá sér í rúmlega klukkutíma fyrir framan myndavélarnar og virtist greinilega hafa náð betri stjórn á þeim en stærsta vandamál Woods áður en hann tók sér frí frá golfi voru hræðileg vipp sem kostuðu hann oft á tíðum illa. Í kjölfarið eltu blaðamenn Woods út á völl og samkvæmt nokkrum þeirra á samskiptasíðunni Twitter virtist Woods vera í frábæru formi á þeim 12 æfingaholum sem hann lék áður en myrkur skall á. Woods gaf færi á sér í viðtal við blaðamann Golf Channel eftir æfingahringinn og sagðist vera tilbúinn í slaginn fyrir Masters.„Ég hef verið að taka framförum að undanförnum vikum sem hafa gefið mér nógu mikil sjálfstraust til þess að mér finnist ég geta sigrað á golfmótum aftur. Það er gott að vera kominn á þann stað á ný.“ Shackelord endaði bloggfærsluna sína á þeirri staðreynd að Woods reynir yfirleitt að forðast kastljós fjölmiðla í aðdraganda stórmóta en hann stillti sér samt sem áður fyrir framan myndavélar Golf Channel í klukkutíma og sýndi allar sínar bestu hliðar í stutta spilinu. Það gætu verið skilaboð þessa goðsagnakennda kylfings til keppinauta sinna að hann er mætur á Augusta National til þess að berjast um sigurinn en Masters mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti