Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Henry Birgir Gunnarsson í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 7. apríl 2015 15:41 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/auðunn Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. Það var ekkert ryð í Stólunum þó svo þeir hafi verið í smá fríi. Þeir byrjuðu leikinn af krafti og virtust vera hungraðir í að spila körfubolta. Þeir börðust grimmilega um hvern einasta bolta og höfðu oftar en ekki betur í þeim einvígjum gegn Haukum sem virtust eitthvað dasaðir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-14 fyrir heimamenn og þeir gáfu ekkert eftir í næsta leikhluta. Það var keyrt á Haukana og síðan rifin niður sóknarfráköst ef þess þurfti. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að kveikja neista hjá sínum mönnum og er þeir tóku við sér þá bara gerðu Stólarnir betur. Forysta heimamanna, 51-34, var fyllilega verðskulduð. Leikhléið hjá þeim var stutt enda þurfti líklega ekki annað en að gefa nokkrar fimmur. Ívar talaði talsvert lengur við sína menn og veitti ekki af. Haukarnir voru smá tíma í gang í síðari hálfleik en slógu aldrei af heldur bættu í, staðráðnir að snúa leiknum sér í hag. Þeim gekk það ágætlega á lokamínútum þriðja leikhluta og er honum var lokið var munurinn aðeins tíu stig, 66-56. Allt útlit fyrir spennandi lokamínútur en heimamenn voru bara ekki í neinu stuði fyrir það. Þeir settu fótinn á bensingjöfina á nýjan leik og þrýstu fast niður. Þeir náðu muninum fljótlega upp í 20 stig og það var einfaldlega meira en gestirnir réðu við. Þeir lögðu niður vopnin og játuðu sig sigraða. Það var einfaldlega við ofurefli að etja hjá þeim í dag. Stólarnir virkilega flottir á báðum endum vallarins. Gott flot á sóknarleiknum og grimmdin mikil í vörninni. Sjálfstraustið gott og skal engan undra. Liðið er mjög öflugt. Haukarnir geta betur en ef þeir ætla sér sigur í næsta leik þá verða þeir að eiga toppleik. Stólarnir eru einfaldlega það sterkir að lítið annað en toppleikur dugir til að fella þá. Er sótt var að þeim sýndu þeir hvaða styrkur býr í liðinu. Það eru gæði og karakter í þessu liði. Líka í Haukaliðinu eins og þeir sýndu svo eftirminnilega gegn Keflavík og það er ekki nokkur leið að Haukar muni gefa eftir. Það er ekki í þeirra eðli. Auðunn Níelsson tók myndirnar sem fylgja fréttinni.Leiklýsing: Tindastóll - HaukarLeik lokið | 94-64: Virkilega flottur sigur hjá heimamönnum.4. leikhluti | 88-63: Haukar búnir að gefast upp. 2 mín eftir.4. leikhluti | 84-61: Pétur Rúnar með huggulegan þrist. Rothögg?4. leikhluti | 81-61: Lewis sækir að körfu og skorar auðveldlega. 20 stiga munur. Búið að slökkva endalega í Haukum? Haukar hafa 5 mínútur til að bjarga leiknum. Það er nánast ómögulegt.4. leikhluti | 79-61: Dempsey tekur tvö sóknarfráköst í röð og kemur boltanum loks ofan í. Þvílík barátta. Haukar enn að klúðra opnum þriggja stiga skotum. Stólarnir vinna svo boltann. 5.49 eftir.4. leikhluti | 77-61: Lewis leikur við hvurn sinn fingur og kominn með 20 stig. Dempsey er með 24. 6.54 mín eftir af leiknum og Haukar taka leikhlé. Eiga Haukar meira bensín?4. leikhluti | 73-59: Mikil grimmd í báðum liðum. Hér á að selja sig til síðasta manns. Helgi Freyr með frábæran þrist sem léttir aðeins pressunni á heimamönnum.4. leikhluti | 68-56: Dempsey stimplar sig aftur inn. Húsið vel lifandi og frábær stemning.3. leikhluta lokið | 66-56: Miklu betra hjá Haukunum. Gekk illa í upphafi hálfleiksins en héldu áfram að berjast. Sóknarfráköstin fóru að koma og liðið aftur komið inn í leikinn. Þetta er langt frá því að vera búið.3. leikhluti | 62-54: Sóknarfrákast og karfa frá Kristni aftur. Þetta er lykillinn að spennandi leik. Emil fær opin þrist en klikkar. Þristur þarna hefði hleypt þessu upp.3. leikhluti | 62-51: Kristinn Marinós með risaþrist og minnkar muninn í tíu stig. Svavar Atli svarar að bragði með mikilli hörku og kemur boltanum ofan í körfuna.3. leikhluti | 60-47: Kristinn Jónasson stimplar sig inn með huggulega sniðskoti fyrir Hauka. Emil tekur sóknarfrákast og skorar. Þessi grimmd kemur Haukum aftur inn í leikinn. 3.15 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 59-43: Haukar að fá opin skot en nýta þau ekki. Þá verður þetta eðlilega örlítið erfitt. Það er þó grimmd í þeim og greinilega ekki á þeim buxunum að gefast upp. 4.45 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 57-36: Stólarnir eru á fínni siglingu, hafa byr í seglin og láta vindinn bera sig áfram. Silkimjúkt hjá þeim og yfirvegað. Haukarnir grimmari en þurfa að gera enn betur.Hálfleikur | 51-34: Eins og tölurnar gefa til kynna hefur varnarleikur Hauka ekki verið nógu öflugur. Stólarnir eiga þetta þó skilið enda að spila vel og mun baráttuglaðari. Dempsey með 15 og Lewis 11 hjá heimamönnum. Emil með 10 og Kári 9 hjá Hafnfirðingum.2. leikhluti | 49-32: Stólunum vex ásmegin við hvert áhlaup hjá Haukum. Einfaldlega sterkari í öllum aðgerðum hingað til. 1.19 í hálfleik.2. leikhluti | 44-32: Kári gefst ekkert upp og setur niður þrist fyrir Haukana. Helgi Freyr svarar og Haukar taka leikhlé. 2.27 mín í hálfleik.2. leikhluti | 39-26: Dempsey með aðra tröllatroðslu sem kveikir í húsinu. Ef stemningin dettur niður þá keyrir hann stemmarann bara upp. Haukarnir aðeins farnir að kvarta en það skilar engu. 4.00 í hálfleik.2. leikhluti | 37-26: Haukarnir eru að herða róðurinn en Stólarnir gefa sig ekkert. Lewis kominn í níu stig. 4.37 mín í hálfleik.2. leikhluti | 31-22: Emil með flottan þrist fyrir Hauka og kominn í níu stig. Betur má ef duga skal. 6.38 í hálfleik.2. leikhluti | 28-17: Lewis skorar fyrstu körfuna í 2. leikhluta. Kominn með níu stig. Varnarleikur heimamanna til fyrirmyndar. Allir að berjast eins og ljón og fórna sér.2. leikhluti | 24-14: Stólarnir afar duglegir við að hirða sóknarfrákast. Það kallast grimmd og vilji. Hafa þó farið illa með nokkur frekar auðveld skot. Það sleppur á meðan lítið gengur hjá Haukum.1. leikhluta lokið | 24-14: Stólarnir mun grimmari. Spila sterkari vörn og keyra síðan óhræddir í andlitið á gestunum. Haukarnir þurfa að hrista af sér ferðalagið og spila harðar ef þeir ætla sér eitthvað í þessum leik.1. leikhluti | 24-14: Síkið fer á hvolf er Dempsey treður með tilþrifum. Haukur Óskars skorar svo langþráða körfu fyrir gestina.1. leikhluti | 22-11: Lewis er í stuði. Keyrir upp og leggur boltann mjúklega ofan í. Heimamenn stela svo boltanum. Dempsey hirðir sóknarfrákast og skorar. Haukarnir að gefa eftir.1. leikhluti | 18-11: Mikið sjálfstraust hjá Ingva Rafni sem skýtur grimmt. Stólarnir grimmari og Haukar taka leikhlé. 3 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 14-11: Francis klúðrar svo tveim vítum. Ekki sá öflugasti á línunni. Lewis tekur sóknarfráköst og skilar boltanum ofan í körfuna. Kári Jóns nær aðeins að þagga niður í heimamönnum en ekki Myron Dempsey sem stimplar sig inn. 4 mín eftir a fleiklhlutanum.1. leikhluti | 10-9: Alex Francis orðinn pirraður. Ryðst að körfunni með frekju og fær sitt fram. Tvö stig. Ingvi Rafn svarar með því að setja niður þrist. Þetta verður barátta.1. leikhluti | 7-7: Emil að detta í gírinn hjá Haukum og setur niður tvö skot. Ingvi Rafn setur svo niður gott skot fyrir heimamenn. Mikið verið að brjóta og ekki allir áhorfendur ánægðir með þennan flautukonsert. 6.30 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 4-3: Darrell Lewis setur niður víti og kemur Stólunum á blað. Helgi Rafn hleður í þrist og heimamenn farnir í gang.1. leikhluti | 0-3: Stólarnir ná uppkastinu en tapa boltanum um hæl. Stúkan vel með á nótunum. Kári tekur fyrsta skot Hauka en hittir ekki. Fyrstu skot beggja liða detta reyndar ekki en Kristinn Marinósson skorar fyrsta körfuna.Fyrir leik: Ljósin slökkt og frábær umgjörð hjá Stólunum. Virkilega flott umgjörð hérna hjá þeim. Nú er komið að körfuboltanum.Fyrir leik: Formaður og varaformaður KKÍ eru í húsinu og klappað fyrir þeim. Verið að kynna liðin til leiks. Allt að bresta á.Fyrir leik: Bæði lið farin að hita upp af krafti. Þorparinn á fóninum og áhorfendur farnir að streyma í húsið. Þetta verður hörkuleikur. Kaffið hjá húsverðinum er til fyrirmyndar og móttökur heimamanna frábærar.Fyrir leik: Tindastóll tapaði aðeins einum leik hér heima í vetur og það var gegn Grindavík. Þetta er því alvöru heimavöllur. Stólarnir töpuðu aftur á móti illa gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í vetur.Fyrir leik: Það er mikil stemning fyrir leiknum í bænum og forkólfar körfuknattleiksdeildar Tindastóls búast við fjölmenni á leikinn. Skárra væri það nú.Fyrir leik: Það var ekki auðvelt að komast úr bænum á Sauðárkrók enda nokkuð hvasst og erfitt færi á Holtavörðuheiði. Haukarnir komust þó á endanum eftir nokkra pásu. Þeir lögðu af stað í hádeginu en komust í Síkið klukkan 18.00. Beint í upphitunargallann og út á völl.Fyrir leik: Það er óhætt að segja að menn í Síkinu kunni þetta. Fyrsta lag á fóninum var Blackened með Metallica. Besta opnun á tónlist í íþróttahúsi frá upphafi. Þetta lofar góðu.Fyrir leik: Góða kvöldin og velkomin með Vísi í Síkið á Króknum. Hér verður fylgst með fyrsta leik Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Dominos-deildar karla.Martin: Allir að fórna sér "Þessar lokatölur gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum," sagði auðmjúkur þjálfari Tindastóls, Israel Martin. "Við spiluðum vel í svona 32 mínútur og þurfum að vera með báða fætur á jörðinni. Haukar eru frábært lið eins og þeir sýndu gegn Keflavík. "Það var auðvitað frábært að vinna þennan leik og komast vel af stað í rimmunni. Við mætum þar af leiðandi með sjálfstraustið í lagi í næsta leik en pössum okkur á því að fara ekki fram úr sjálfum okkur. Þjálfarinn er mjög yfirvegaður er hann talar og veit vel að hann er ekki búinn að vinna neitt enn þá. "Haukar eiga skilið alla okkar virðingu og við tökum engu sem gefnu í þessum leikjum," sagði Israel en hvað gerði útslagið í lokaleikhlutanum? "Þá datt vörnin okkar almennilega í gang og var frábær. Það skipti engu máli hver var inn á. Það voru allir að fórna sér. Svona liðsheild er það sem máli skiptir og við þurfum meira af þessu."Ívar: Okkur vantaði orku "Það eru búin að vera talsverð veikindi í okkar liði frá síðasta leik. Ég veikur sem og nokkrir leikmenn. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun en okkur vantaði orku í kvöld en Tindastóll spilaði vissulega líka vel," sagði Ívar Ásgrimsson, þjálfari Hauka, rámur eftir leik og greinilega ekki alveg búinn að jafna sig af veikindunum. Hann óttaðist að hafa smitað leikmennina en kemst líklega seint að sannleikanum þar. Hvar tapaðist leikurinn að hans mati? "Á Holtuvörðuheiðinni," sagði Ívar og glotti en Haukar þurftu að bíða í nokkurn tíma áður en þeir fengu leyfi til þess að fara yfir en náðu á Krókinn í tíma. "Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur. Við sýndum smá karakter, gáfumst ekki upp en höfðum bara ekki það sem til þurfti að ná í sigur hérna í kvöld," segir Ívar en það er þó enginn uppgjafartónn í honum. "Þetta var bara fyrsti leikur og vissulega þurfum við að gera enn betur til að vinna Stólana. Við lítum svo á að þetta sé bara fyrsta heimsóknin hér af þremur. Við þurfum bara að vinna einn leik hérna og við ætlum okkur að gera það," segir þjálfarinn kíminn.Martin á hliðarlínunni í kvöld.vísir/auðunnÍvar messar yfir sínum mönnum í kvöld.vísir/auðunn Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. Það var ekkert ryð í Stólunum þó svo þeir hafi verið í smá fríi. Þeir byrjuðu leikinn af krafti og virtust vera hungraðir í að spila körfubolta. Þeir börðust grimmilega um hvern einasta bolta og höfðu oftar en ekki betur í þeim einvígjum gegn Haukum sem virtust eitthvað dasaðir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-14 fyrir heimamenn og þeir gáfu ekkert eftir í næsta leikhluta. Það var keyrt á Haukana og síðan rifin niður sóknarfráköst ef þess þurfti. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, reyndi að kveikja neista hjá sínum mönnum og er þeir tóku við sér þá bara gerðu Stólarnir betur. Forysta heimamanna, 51-34, var fyllilega verðskulduð. Leikhléið hjá þeim var stutt enda þurfti líklega ekki annað en að gefa nokkrar fimmur. Ívar talaði talsvert lengur við sína menn og veitti ekki af. Haukarnir voru smá tíma í gang í síðari hálfleik en slógu aldrei af heldur bættu í, staðráðnir að snúa leiknum sér í hag. Þeim gekk það ágætlega á lokamínútum þriðja leikhluta og er honum var lokið var munurinn aðeins tíu stig, 66-56. Allt útlit fyrir spennandi lokamínútur en heimamenn voru bara ekki í neinu stuði fyrir það. Þeir settu fótinn á bensingjöfina á nýjan leik og þrýstu fast niður. Þeir náðu muninum fljótlega upp í 20 stig og það var einfaldlega meira en gestirnir réðu við. Þeir lögðu niður vopnin og játuðu sig sigraða. Það var einfaldlega við ofurefli að etja hjá þeim í dag. Stólarnir virkilega flottir á báðum endum vallarins. Gott flot á sóknarleiknum og grimmdin mikil í vörninni. Sjálfstraustið gott og skal engan undra. Liðið er mjög öflugt. Haukarnir geta betur en ef þeir ætla sér sigur í næsta leik þá verða þeir að eiga toppleik. Stólarnir eru einfaldlega það sterkir að lítið annað en toppleikur dugir til að fella þá. Er sótt var að þeim sýndu þeir hvaða styrkur býr í liðinu. Það eru gæði og karakter í þessu liði. Líka í Haukaliðinu eins og þeir sýndu svo eftirminnilega gegn Keflavík og það er ekki nokkur leið að Haukar muni gefa eftir. Það er ekki í þeirra eðli. Auðunn Níelsson tók myndirnar sem fylgja fréttinni.Leiklýsing: Tindastóll - HaukarLeik lokið | 94-64: Virkilega flottur sigur hjá heimamönnum.4. leikhluti | 88-63: Haukar búnir að gefast upp. 2 mín eftir.4. leikhluti | 84-61: Pétur Rúnar með huggulegan þrist. Rothögg?4. leikhluti | 81-61: Lewis sækir að körfu og skorar auðveldlega. 20 stiga munur. Búið að slökkva endalega í Haukum? Haukar hafa 5 mínútur til að bjarga leiknum. Það er nánast ómögulegt.4. leikhluti | 79-61: Dempsey tekur tvö sóknarfráköst í röð og kemur boltanum loks ofan í. Þvílík barátta. Haukar enn að klúðra opnum þriggja stiga skotum. Stólarnir vinna svo boltann. 5.49 eftir.4. leikhluti | 77-61: Lewis leikur við hvurn sinn fingur og kominn með 20 stig. Dempsey er með 24. 6.54 mín eftir af leiknum og Haukar taka leikhlé. Eiga Haukar meira bensín?4. leikhluti | 73-59: Mikil grimmd í báðum liðum. Hér á að selja sig til síðasta manns. Helgi Freyr með frábæran þrist sem léttir aðeins pressunni á heimamönnum.4. leikhluti | 68-56: Dempsey stimplar sig aftur inn. Húsið vel lifandi og frábær stemning.3. leikhluta lokið | 66-56: Miklu betra hjá Haukunum. Gekk illa í upphafi hálfleiksins en héldu áfram að berjast. Sóknarfráköstin fóru að koma og liðið aftur komið inn í leikinn. Þetta er langt frá því að vera búið.3. leikhluti | 62-54: Sóknarfrákast og karfa frá Kristni aftur. Þetta er lykillinn að spennandi leik. Emil fær opin þrist en klikkar. Þristur þarna hefði hleypt þessu upp.3. leikhluti | 62-51: Kristinn Marinós með risaþrist og minnkar muninn í tíu stig. Svavar Atli svarar að bragði með mikilli hörku og kemur boltanum ofan í körfuna.3. leikhluti | 60-47: Kristinn Jónasson stimplar sig inn með huggulega sniðskoti fyrir Hauka. Emil tekur sóknarfrákast og skorar. Þessi grimmd kemur Haukum aftur inn í leikinn. 3.15 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 59-43: Haukar að fá opin skot en nýta þau ekki. Þá verður þetta eðlilega örlítið erfitt. Það er þó grimmd í þeim og greinilega ekki á þeim buxunum að gefast upp. 4.45 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 57-36: Stólarnir eru á fínni siglingu, hafa byr í seglin og láta vindinn bera sig áfram. Silkimjúkt hjá þeim og yfirvegað. Haukarnir grimmari en þurfa að gera enn betur.Hálfleikur | 51-34: Eins og tölurnar gefa til kynna hefur varnarleikur Hauka ekki verið nógu öflugur. Stólarnir eiga þetta þó skilið enda að spila vel og mun baráttuglaðari. Dempsey með 15 og Lewis 11 hjá heimamönnum. Emil með 10 og Kári 9 hjá Hafnfirðingum.2. leikhluti | 49-32: Stólunum vex ásmegin við hvert áhlaup hjá Haukum. Einfaldlega sterkari í öllum aðgerðum hingað til. 1.19 í hálfleik.2. leikhluti | 44-32: Kári gefst ekkert upp og setur niður þrist fyrir Haukana. Helgi Freyr svarar og Haukar taka leikhlé. 2.27 mín í hálfleik.2. leikhluti | 39-26: Dempsey með aðra tröllatroðslu sem kveikir í húsinu. Ef stemningin dettur niður þá keyrir hann stemmarann bara upp. Haukarnir aðeins farnir að kvarta en það skilar engu. 4.00 í hálfleik.2. leikhluti | 37-26: Haukarnir eru að herða róðurinn en Stólarnir gefa sig ekkert. Lewis kominn í níu stig. 4.37 mín í hálfleik.2. leikhluti | 31-22: Emil með flottan þrist fyrir Hauka og kominn í níu stig. Betur má ef duga skal. 6.38 í hálfleik.2. leikhluti | 28-17: Lewis skorar fyrstu körfuna í 2. leikhluta. Kominn með níu stig. Varnarleikur heimamanna til fyrirmyndar. Allir að berjast eins og ljón og fórna sér.2. leikhluti | 24-14: Stólarnir afar duglegir við að hirða sóknarfrákast. Það kallast grimmd og vilji. Hafa þó farið illa með nokkur frekar auðveld skot. Það sleppur á meðan lítið gengur hjá Haukum.1. leikhluta lokið | 24-14: Stólarnir mun grimmari. Spila sterkari vörn og keyra síðan óhræddir í andlitið á gestunum. Haukarnir þurfa að hrista af sér ferðalagið og spila harðar ef þeir ætla sér eitthvað í þessum leik.1. leikhluti | 24-14: Síkið fer á hvolf er Dempsey treður með tilþrifum. Haukur Óskars skorar svo langþráða körfu fyrir gestina.1. leikhluti | 22-11: Lewis er í stuði. Keyrir upp og leggur boltann mjúklega ofan í. Heimamenn stela svo boltanum. Dempsey hirðir sóknarfrákast og skorar. Haukarnir að gefa eftir.1. leikhluti | 18-11: Mikið sjálfstraust hjá Ingva Rafni sem skýtur grimmt. Stólarnir grimmari og Haukar taka leikhlé. 3 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 14-11: Francis klúðrar svo tveim vítum. Ekki sá öflugasti á línunni. Lewis tekur sóknarfráköst og skilar boltanum ofan í körfuna. Kári Jóns nær aðeins að þagga niður í heimamönnum en ekki Myron Dempsey sem stimplar sig inn. 4 mín eftir a fleiklhlutanum.1. leikhluti | 10-9: Alex Francis orðinn pirraður. Ryðst að körfunni með frekju og fær sitt fram. Tvö stig. Ingvi Rafn svarar með því að setja niður þrist. Þetta verður barátta.1. leikhluti | 7-7: Emil að detta í gírinn hjá Haukum og setur niður tvö skot. Ingvi Rafn setur svo niður gott skot fyrir heimamenn. Mikið verið að brjóta og ekki allir áhorfendur ánægðir með þennan flautukonsert. 6.30 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 4-3: Darrell Lewis setur niður víti og kemur Stólunum á blað. Helgi Rafn hleður í þrist og heimamenn farnir í gang.1. leikhluti | 0-3: Stólarnir ná uppkastinu en tapa boltanum um hæl. Stúkan vel með á nótunum. Kári tekur fyrsta skot Hauka en hittir ekki. Fyrstu skot beggja liða detta reyndar ekki en Kristinn Marinósson skorar fyrsta körfuna.Fyrir leik: Ljósin slökkt og frábær umgjörð hjá Stólunum. Virkilega flott umgjörð hérna hjá þeim. Nú er komið að körfuboltanum.Fyrir leik: Formaður og varaformaður KKÍ eru í húsinu og klappað fyrir þeim. Verið að kynna liðin til leiks. Allt að bresta á.Fyrir leik: Bæði lið farin að hita upp af krafti. Þorparinn á fóninum og áhorfendur farnir að streyma í húsið. Þetta verður hörkuleikur. Kaffið hjá húsverðinum er til fyrirmyndar og móttökur heimamanna frábærar.Fyrir leik: Tindastóll tapaði aðeins einum leik hér heima í vetur og það var gegn Grindavík. Þetta er því alvöru heimavöllur. Stólarnir töpuðu aftur á móti illa gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í vetur.Fyrir leik: Það er mikil stemning fyrir leiknum í bænum og forkólfar körfuknattleiksdeildar Tindastóls búast við fjölmenni á leikinn. Skárra væri það nú.Fyrir leik: Það var ekki auðvelt að komast úr bænum á Sauðárkrók enda nokkuð hvasst og erfitt færi á Holtavörðuheiði. Haukarnir komust þó á endanum eftir nokkra pásu. Þeir lögðu af stað í hádeginu en komust í Síkið klukkan 18.00. Beint í upphitunargallann og út á völl.Fyrir leik: Það er óhætt að segja að menn í Síkinu kunni þetta. Fyrsta lag á fóninum var Blackened með Metallica. Besta opnun á tónlist í íþróttahúsi frá upphafi. Þetta lofar góðu.Fyrir leik: Góða kvöldin og velkomin með Vísi í Síkið á Króknum. Hér verður fylgst með fyrsta leik Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Dominos-deildar karla.Martin: Allir að fórna sér "Þessar lokatölur gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum," sagði auðmjúkur þjálfari Tindastóls, Israel Martin. "Við spiluðum vel í svona 32 mínútur og þurfum að vera með báða fætur á jörðinni. Haukar eru frábært lið eins og þeir sýndu gegn Keflavík. "Það var auðvitað frábært að vinna þennan leik og komast vel af stað í rimmunni. Við mætum þar af leiðandi með sjálfstraustið í lagi í næsta leik en pössum okkur á því að fara ekki fram úr sjálfum okkur. Þjálfarinn er mjög yfirvegaður er hann talar og veit vel að hann er ekki búinn að vinna neitt enn þá. "Haukar eiga skilið alla okkar virðingu og við tökum engu sem gefnu í þessum leikjum," sagði Israel en hvað gerði útslagið í lokaleikhlutanum? "Þá datt vörnin okkar almennilega í gang og var frábær. Það skipti engu máli hver var inn á. Það voru allir að fórna sér. Svona liðsheild er það sem máli skiptir og við þurfum meira af þessu."Ívar: Okkur vantaði orku "Það eru búin að vera talsverð veikindi í okkar liði frá síðasta leik. Ég veikur sem og nokkrir leikmenn. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun en okkur vantaði orku í kvöld en Tindastóll spilaði vissulega líka vel," sagði Ívar Ásgrimsson, þjálfari Hauka, rámur eftir leik og greinilega ekki alveg búinn að jafna sig af veikindunum. Hann óttaðist að hafa smitað leikmennina en kemst líklega seint að sannleikanum þar. Hvar tapaðist leikurinn að hans mati? "Á Holtuvörðuheiðinni," sagði Ívar og glotti en Haukar þurftu að bíða í nokkurn tíma áður en þeir fengu leyfi til þess að fara yfir en náðu á Krókinn í tíma. "Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur. Við sýndum smá karakter, gáfumst ekki upp en höfðum bara ekki það sem til þurfti að ná í sigur hérna í kvöld," segir Ívar en það er þó enginn uppgjafartónn í honum. "Þetta var bara fyrsti leikur og vissulega þurfum við að gera enn betur til að vinna Stólana. Við lítum svo á að þetta sé bara fyrsta heimsóknin hér af þremur. Við þurfum bara að vinna einn leik hérna og við ætlum okkur að gera það," segir þjálfarinn kíminn.Martin á hliðarlínunni í kvöld.vísir/auðunnÍvar messar yfir sínum mönnum í kvöld.vísir/auðunn
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira