„Sárafátækt fólk sem eyðir þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 14:46 Hér til vinstri má sjá mynd af Hinriki ásamt fjölskyldunni. Til hægri má síðan sjá mynd frá upptökum af þáttunum sem hann vinnur að. mynd/aðsendar „Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira