Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2015 17:39 Jóhann Birgir í leik með FH gegn Haukum. vísir/pjetur Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15
FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15