Svik stjórnvalda og lögbrot við uppsagnir Árni Stefán Jónsson skrifar 30. mars 2015 15:10 Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun