Fótbolti

Ellefu breytingar á byrjunarliðinu í Eistlandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Emil Hallfreðsson er fyrirliði.
Emil Hallfreðsson er fyrirliði. vísir/andri marinó
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gera ellefu breytingar á byrjunarliðinu fyrir vináttulandsleikinn gegn Eistlandi sem hefst klukkan 16.00.

Ekki einn af þeim sem byrjaði í sigurleiknum gegn Kasakstan er í byrjunarliðinu í kvöld, en Emil Hallfreðsson ber fyrirliðabandið.

Ögmundur Kristinsson byrjar í markinu og Jón Guðni Fjóluson og Haukur Heiðar Hauksson eru í vörninni svo fátt eitt sé nefnt.

Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson, sem byrjuðu saman vináttuleikinn gegn Belgíu á síðasta ári, eru í framlínunni.

Byrjunarliðið (4-4-2); Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Björgvin magnússon - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson, Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson - Alfreð Finnbogason, Viðar Örn Kjartansson.

Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi sem má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×