Enski boltinn

Jóhann Berg og félagar á flugi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg átti fínan leik fyrir Charlton í dag.
Jóhann Berg átti fínan leik fyrir Charlton í dag. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Charlton bar sigurorð af Reading í B-deildinni á Englandi í dag.

Lokatölur 3-2, Charlton í vil en liðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff sem vann góðan 2-0 heimasigur á Birmingham. Landsliðsfyrirliðinn var tekinn af velli í hálfleik en Cardiff skoraði bæði mörkin eftir að Aron var farinn af velli.

Eiður Smári Guðjohnsen, sem var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Kasakstan og Eistalandi, sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bolton gerði 1-1 jafntefli við Wigan á útivelli.

Kári Árnason var í leikbanni og lék ekki með Rotherham sem laut í gras fyrir Sheffield Wednesday á heimavelli, 2-3.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×