Fótbolti

Piltarnir fengu skell gegn heimamönnum og fara ekki á EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Halldór Björnsson, þjálfari U17, fer ekki með piltana í lokamótið.
Halldór Björnsson, þjálfari U17, fer ekki með piltana í lokamótið. vísir/vilhelm
Piltalandslið Íslands í fótbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði, 4-0, fyrir Rússlandi í öðrum leik liðsins í milliriðlum EM 2015.

Aleksandr Lomovitski kom Rússum yfir á 18. mínútu og Vladislav Bragin tvöfaldaði forskotið á 57. mínútu í seinni hálfleik.

Milliriðill Íslands fer fram í Rússlandi og heimamenn voru ekki hættir því Georgi Makhatadze skoraði tvö mörk með fimm mínútna millibili á 74. og 79. mínútu. Lokatölur, 4-0.

Ísland tapaði fyrsta leiknum fyrir Austurríki, 1-0, og er því ekki búið að skora mark í fyrstu tveimur leikjunum. Það mætir næst Wales á fimmtudaginn.

Piltarnir okkar eru úr leik þar sem þeir eiga ekki lengur möguleika á öðru sætinu en þar sitja Rússar með fjögur stig. Austurríki er á toppnum með sex stig eftir sigur á Wales í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×