Hefur áhyggjur af því að Geysissvæðið verði „geld kýr“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. mars 2015 21:54 Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Það kemur til greina að setja fjöldatakmarkanir inn á Geysissvæðið í Haukadal. Þetta segir talsmaður landeigenda á svæðinu en Geysissvæðið er þessa dagana eitt forarsvað. Landeigendur óttast óafturkræfar skemmdir á þessum vinsælasta ferðamannastað landsins. Kjartan Hreinn Njálsson var í Haukadal í morgun. Fréttastofa var mætt á Geysissvæðið klukkan 10 í morgun. Þá var ekki beinlínis margt um manninn en stuttu seinna birtust fyrstu rúturnar. Urmull ferðamanna hópaðist út úr rútunum og arkaði um svæðið. 30 til 40 mínútum síðar héldu ferðamennirnir á brott og för þeirra um Gullna hringinn hélt áfram. Landeigendur áætla að í kringum 700.000 ferðamenn heimsæki Geysissvæðið á ári hverju. Meðalfjöldi gesta á dag er í kringum 3.000. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að þessi helsti ferðamannastaður landsins verði geld kú á einum sólarhringi þegar tjónið verður orðið óbætanlegt,“ segir Garðar Stefánsson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landeigendafélags Geysis á dögunum harmar stjórn félagsins seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa vanda mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal. Fjöldi ferðamanna sem heimsækir Geysissvæðið hefur margfaldast á síðustu árum og síðastliðinn febrúar var, samkvæmt landeigendum, álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum. Þessu fylgir gríðarlegt álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess. Áform og hugmyndir um framtíðar skipulag Geysissvæðisins liggja fyrir en þetta verður dýrt verkefni. „Þeir fjármunir verða ekki teknir af skattfé. Þetta kostar á milli 600 og 800 milljónir. Þetta er nauðsynlegt til þess að bregðast við þessari auknu ásókn.“ Gjaldtaka á Geysissvæðinu sætti harðri gagnrýni og ríkið fékk samþykkt lögbann á hana. Ríkið á 35% af landinu en lítið er að frétta af umdeildu frumvarpi um náttúrupassa sem er í nefnd eftir fyrstu umræðu. Aðstæður á Geysissvæðinu eru beinlínis hættulegar og Garðar segir nauðsynlegt að hafa fólk á vakt til að tryggja öryggi gesta. En það er náttúran sem gefur eftir, það er hún sem skaðast varanlega. „Maður getur spurt sig, er það eðlilegt að gera út á eigur annarra. Án þess að um það sé samið?“ spyr Garðar.En verður náttúran ekki að fá að njóta vafans? „Við bætum ekki náttúruna ef hún hefur orðið fyrir óafturkræfum skemmdum. Það er einn af þeim kostum sem vert er að hugsa um. Að koma á fjöldatakmörkunum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira