Elvar Már spilar næsta leik en líklega ekkert í úrslitakeppninni Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 13:30 Elvar Már Friðriksson í leiknum með Njarðvík í gær. mynd/víkurfréttir Elvar Már Friðriksson sneri óvænt aftur í lið Njarðvíkur í gærkvöldi þegar liðið vann Stjörnuna, 101-88, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Elvar Már stundar nám við og spilar með LIU Brooklyn-háskólanum, en tímabilinu þar lauk í febrúar þegar liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NEC-deildarinnar. „Það var ekkert smá skemmtilegt að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft,“ sagði Elvar Már við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Hann skoraði tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Stefan Bonneau stal senunni með 41 stigi, níu stoðsendingum og átta fráköstum. Sigurinn tryggði Njarðvík heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og getur með sigri í lokaumferðinni gegn Þór í Þorlákshöfn tryggt sér þriðja sætið. „Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út,“ sagði Elvar við Vísi í gær, en það eykur líkur Njarðvíkurliðsins á sigri og þriðja sætinu. Tapi Njarðvík aftur á móti gegn Þór og Haukar vinna Keflavík í lokaumferðinni komast Haukarnir upp fyrir Njarðvík í þriðja sætið. Það er þó algjörlega ljóst að Njarðvík er komið í úrslitakeppnina og verður þar með heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Elvar Már verður þó nær örugglega ekki með liðinu í úrslitakeppninni. „Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman,“ sagði Elvar Már Friðriksson við Vísi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson sneri óvænt aftur í lið Njarðvíkur í gærkvöldi þegar liðið vann Stjörnuna, 101-88, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Elvar Már stundar nám við og spilar með LIU Brooklyn-háskólanum, en tímabilinu þar lauk í febrúar þegar liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NEC-deildarinnar. „Það var ekkert smá skemmtilegt að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft,“ sagði Elvar Már við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Hann skoraði tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Stefan Bonneau stal senunni með 41 stigi, níu stoðsendingum og átta fráköstum. Sigurinn tryggði Njarðvík heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og getur með sigri í lokaumferðinni gegn Þór í Þorlákshöfn tryggt sér þriðja sætið. „Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út,“ sagði Elvar við Vísi í gær, en það eykur líkur Njarðvíkurliðsins á sigri og þriðja sætinu. Tapi Njarðvík aftur á móti gegn Þór og Haukar vinna Keflavík í lokaumferðinni komast Haukarnir upp fyrir Njarðvík í þriðja sætið. Það er þó algjörlega ljóst að Njarðvík er komið í úrslitakeppnina og verður þar með heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Elvar Már verður þó nær örugglega ekki með liðinu í úrslitakeppninni. „Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman,“ sagði Elvar Már Friðriksson við Vísi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Sjá meira
Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45