Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 12:00 Freyr Alexandersson gagnrýndi spilamennsku Bandaríkjanna. vísir/ksí/stefán „Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
„Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26