„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2015 19:52 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson. Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Facebook-síðu sinni ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. Hann segir hrædda menn gefa þjóðinni fingurinn með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. „Alþingi er æðsta ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er fullvalda. Það ályktaði á sínum tíma um viðræður við ESB. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að breyta því nema Alþingi breyti ályktun sinni. Gunnar Bragi hélt öðru fram sumarið 2013. Þá var sýnt fram á það væri atlaga að Alþingi Íslendinga að slíta viðræðum formlega nema Alþingi samþykkti það. – Ríkisstjórnin féllst í verki á það. Þess vegna kom slitatillagan fram á sínum tíma. Þess vegna má slá föstu að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar undir fréttir í kvöld er líklega versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni,“ segir Össur meðal annars. Þá segir hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar lögbrot: „Hvað sem mönnum finnst um aðild að ESB, dylst ekki nokkrum manni að það fellur undir „meiriháttar utanríkismál“ að afturkalla formlega stöðu Íslands sem umsóknarríkis, og slíta formlega aðildarviðræðum. Íslensk lög segja skýrt, að ákvarðanir um „meiriháttar utanríkismál“ megi ekki taka nema að höfðu samráði við utanríkismálanefnd. Ríkisstjórnin gætti þess vendilega að láta ekki fulltrúa sína út utanríkisráðuneytinu gera uppskátt um málið þegar fjölmenn sveit þess mætti á fund nefndarinnar í morgun.“ Þá gerir Össur líka að umtalsefni kosningaloforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um að framhald aðildarviðræðna við ESB yrði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar flokkur hans var við það að klofna, þá horfði hann í augu sinna eigin flokksmanna við upphaf kosningabaráttunnar 23. mars 2013, og lofaði því að fólkið fengi að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði m.a.s. að hann teldi heppilegast að sú þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils. Sigmundur Davíð tók undir það með því að segja að honum væri sama hvenær. Hann sagði aldrei að hann vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar Íslands gera atlögu að fullveldi Alþingis, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja tillögu um slit fyrir þingið. Þeir vonast til þess, að frammi fyrir orðnum hlut, þá gefist þjóðin upp. En líklega eru þeir ekki búnir að bíta úr nálinni með loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eru búnir að fá nóg af verkum í skjóli nætur.“Post by Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41 „Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 „Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“ Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2015 18:41
„Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður. 12. mars 2015 18:53
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21
„Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 19:22