NBA: Russell og Kyrie enn sjóðandi heitir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2015 07:30 Kyrie Irving og LeBron James. Vísir/AP Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira