NBA: Russell og Kyrie enn sjóðandi heitir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2015 07:30 Kyrie Irving og LeBron James. Vísir/AP Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Sjá meira
Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Sjá meira