Facebook leyfir meiri nekt en áður ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2015 09:30 Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir að banna deilingu af ljósmynd af málverkinu „Uppspretta heimsins“ sem franski málarinn Gustave Courbet málaði árið 1866. vísir/afp Facebook hyggst heimila notendum sínum að dreifa meiri nekt á samskiptamiðlinum en áður. The Verge greinir frá. Facebook var gagnrýnt fyrr í þessum mánuði fyrir að loka á deilingu fransks kennara af málverkinu „Uppspretta heimsins“ eftir málarann Gustave Courbet sem er af píku. Kennarinn kærði bannið sem verður tekið fyrir hjá frönskum dómstólum í maí.Sjá einnig: Sögufræg píka veldur usla á Facebook Facebook hyggst nú leyfa listræna nekt, á borð við ljósmyndir af málverkum, höggmyndum og annarri list sem sýnir nekt samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Monika Bickert, yfirmaður vörustefnu Facebook, segir að vegna þess að Facebook sé alþjóðlegur miðill þurfi reglur Facebook að gilda fyrir allan heiminn. Það hafi í för með sér að notendareglurnar verði „hispurslausari en Facebbok myndi vilja,“ segir Bickert. Leyfa fleiri nöfn og tilvitnanir í hatursáróður Facebook hefur einnig skýrt nafnastefnu sína frekar. Fyrirtækið segist heimila að nota þau nöfn sem fólk notar í daglegu lífi en ekki endilega þau nöfn sem eru á skilríkjum fólks. Fyrirtækið hefur verið talsvert gagnrýnt ytra fyrir að banna nöfn sem Facebook telur ekki raunveruleg. Ameríski frumbygginn Shane Creepingbear var til að mynda settur í Facebook-bann fyrir skömmu vegna þess að nafn hans þótti ekki nógu raunverulegt. Þá hyggst Facebook einnig breytt skilgreiningunni á hatursáróðri til þess að heimila það sem flokkast sem háð, grín eða samfélagsrýni. Þannig eiga notendur Facebook nú að fá að vitna í það sem flokka mætti sem hatursáróður til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað. Tengdar fréttir Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook hyggst heimila notendum sínum að dreifa meiri nekt á samskiptamiðlinum en áður. The Verge greinir frá. Facebook var gagnrýnt fyrr í þessum mánuði fyrir að loka á deilingu fransks kennara af málverkinu „Uppspretta heimsins“ eftir málarann Gustave Courbet sem er af píku. Kennarinn kærði bannið sem verður tekið fyrir hjá frönskum dómstólum í maí.Sjá einnig: Sögufræg píka veldur usla á Facebook Facebook hyggst nú leyfa listræna nekt, á borð við ljósmyndir af málverkum, höggmyndum og annarri list sem sýnir nekt samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Monika Bickert, yfirmaður vörustefnu Facebook, segir að vegna þess að Facebook sé alþjóðlegur miðill þurfi reglur Facebook að gilda fyrir allan heiminn. Það hafi í för með sér að notendareglurnar verði „hispurslausari en Facebbok myndi vilja,“ segir Bickert. Leyfa fleiri nöfn og tilvitnanir í hatursáróður Facebook hefur einnig skýrt nafnastefnu sína frekar. Fyrirtækið segist heimila að nota þau nöfn sem fólk notar í daglegu lífi en ekki endilega þau nöfn sem eru á skilríkjum fólks. Fyrirtækið hefur verið talsvert gagnrýnt ytra fyrir að banna nöfn sem Facebook telur ekki raunveruleg. Ameríski frumbygginn Shane Creepingbear var til að mynda settur í Facebook-bann fyrir skömmu vegna þess að nafn hans þótti ekki nógu raunverulegt. Þá hyggst Facebook einnig breytt skilgreiningunni á hatursáróðri til þess að heimila það sem flokkast sem háð, grín eða samfélagsrýni. Þannig eiga notendur Facebook nú að fá að vitna í það sem flokka mætti sem hatursáróður til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað.
Tengdar fréttir Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30