Tryggingafélögin ekki séð annað eins í mörg ár Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2015 16:30 Ljóst er að veðrið lék margan Íslendinginn grátt um helgina. Ljóst er að eignatjón var gífurlega mikið í óveðrinu sem fór yfir landið um helgina. Tryggingafélögin hafa fengið ótal tilkynningar um tjón, sem og fyrirspurnir. Margir hverjir sitja uppi með tjón sem félögin bæta ekki. Álagið hjá Tryggingarfélögum hefur verið mikið undanfarna daga. Vísir tók stöðuna hjá fjórum tryggingarfélögum, Verði, Sjóvá, VÍS og TM.Tilkynningar streyma inn „Þær streyma inn,“ segir Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Tjónasviðs hjá Verði, í samtali við Vísi. Hún segir að símtölin hafi strax byrjað að berast á laugardaginn, fljótlega eftir að fólk fór að rísa úr rekkju. „Við tókum á móti tugum tilkynninga strax á laugardag og fórum strax að vinna úr þeim. Ætli okkur hafi ekki borist á sjöunda tug tilkynninga.“ Ljóst er þó að tala þessi mun hækka. „Ég vænti þess að eignatjónið í þessum stormi sé af umfangi sem tryggingafélögin hafa ekki séð í mörg ár.“ Steinunn segir að einnig hafi borist töluvert af tilkynningum um tjón sem falli ekki undir tryggingar, eins og tjón á trjágróðri og annað. Þá hafi mjög mikið verið um rúðubrot í bifreiðum. „Það eru margir sem sitja uppi með tjón á eigin bílum, eigin áhættu í kaskó tryggingum.“ Þá segir hún að tjónin hafi verið af ýmsum toga. „Það hafa hrunið loft og skúrar sprungið. Hurðar hafa fokið út í heilu lagi, gluggar brotnað, þök fokið af.“ Lítið hafi þó verið um að trampólín hafi fokið. Eitthvað var um að útimunir eins og garðhúsgögn, grill og slíkt hafi fokið en það fæst ekki bætt. „Það er náttúrulega mjög leiðinlegt, en það var að sjálfsögðu búið að vara mjög vel við að í vændum væri slæmur stormur. „Sem betur fer eru nú flestir með góðar tryggingar sem eru að taka á þessu. Við vorum strax komin með mannskap út á laugardaginn sem var að gera við það sem hægt var að gera við. Þetta gerist sem betur fer ekki á hverjum degi.“Á annað hundrað tilkynningaGuðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri hjá Sjóvá, segir að í heildina hafi á annað hundrað tjónatilkynninga borist til fyrirtækisins í morgun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við vorum með aukinn mannskap um helgina til að aðstoða og svara símtölum. Þetta er í kringum 150 tilkynningar gæti ég trúað. Síminn hringir ennþá og er búinn að gera í morgun. Hugsanlega á eftir að koma meira.“Þrefalt til fjórfalt álagAuður Björk Guðmundsdóttir hjá VÍS segir að fyrirtækinu hafi borist fjölda fyrirspurna og tilkynningar um tjón um og eftir helgi. „Við erum ekki með endanlegar tölur, en það er mikið búið að hafa samband við okkur.“ Hún segir erfitt að segja til um nákvæman fjölda, en töluvert hafi verið um að vera. Auður segir að í morgun hafi álagið hjá VÍS verið um þrefalt til fjórfalt meira en dagsdaglega. „Síðan er verið að vinna úr þeim tilkynningum sem komu til okkar og mikið af þessu þarf að skoða. Það er allt á fullu. Þetta gengur allt saman vel fyrir sig en við bendum fólki á að það getur verið bið í símanum hjá okkur. Þá er um að gera að skrá tjón í gegnum heimasíðuna okkar.“Fjöldi erinda endurspeglar veðrið TM hefur fengið minnst 94 tjónatilkynningar um og eftir helgi, en tjónkostnaður er enn óljós. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskiptasviðs, segir þennan fjölda vera óvenju mikinn og að hann endurspegli vel veðurhaminn. Enn fær TM símtöl og töluvert er um óbótaskyld mál eins og lausamuni á ferð og tjón á skjólveggjum, sem ekki eru hluti af brunabótamati og því ekki tryggðir. Fyrst og fremst eru tjónin á höfuðborgarsvæðinu en þó nokkur á landsbyggðinni. Veður Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Ljóst er að eignatjón var gífurlega mikið í óveðrinu sem fór yfir landið um helgina. Tryggingafélögin hafa fengið ótal tilkynningar um tjón, sem og fyrirspurnir. Margir hverjir sitja uppi með tjón sem félögin bæta ekki. Álagið hjá Tryggingarfélögum hefur verið mikið undanfarna daga. Vísir tók stöðuna hjá fjórum tryggingarfélögum, Verði, Sjóvá, VÍS og TM.Tilkynningar streyma inn „Þær streyma inn,“ segir Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Tjónasviðs hjá Verði, í samtali við Vísi. Hún segir að símtölin hafi strax byrjað að berast á laugardaginn, fljótlega eftir að fólk fór að rísa úr rekkju. „Við tókum á móti tugum tilkynninga strax á laugardag og fórum strax að vinna úr þeim. Ætli okkur hafi ekki borist á sjöunda tug tilkynninga.“ Ljóst er þó að tala þessi mun hækka. „Ég vænti þess að eignatjónið í þessum stormi sé af umfangi sem tryggingafélögin hafa ekki séð í mörg ár.“ Steinunn segir að einnig hafi borist töluvert af tilkynningum um tjón sem falli ekki undir tryggingar, eins og tjón á trjágróðri og annað. Þá hafi mjög mikið verið um rúðubrot í bifreiðum. „Það eru margir sem sitja uppi með tjón á eigin bílum, eigin áhættu í kaskó tryggingum.“ Þá segir hún að tjónin hafi verið af ýmsum toga. „Það hafa hrunið loft og skúrar sprungið. Hurðar hafa fokið út í heilu lagi, gluggar brotnað, þök fokið af.“ Lítið hafi þó verið um að trampólín hafi fokið. Eitthvað var um að útimunir eins og garðhúsgögn, grill og slíkt hafi fokið en það fæst ekki bætt. „Það er náttúrulega mjög leiðinlegt, en það var að sjálfsögðu búið að vara mjög vel við að í vændum væri slæmur stormur. „Sem betur fer eru nú flestir með góðar tryggingar sem eru að taka á þessu. Við vorum strax komin með mannskap út á laugardaginn sem var að gera við það sem hægt var að gera við. Þetta gerist sem betur fer ekki á hverjum degi.“Á annað hundrað tilkynningaGuðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri hjá Sjóvá, segir að í heildina hafi á annað hundrað tjónatilkynninga borist til fyrirtækisins í morgun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við vorum með aukinn mannskap um helgina til að aðstoða og svara símtölum. Þetta er í kringum 150 tilkynningar gæti ég trúað. Síminn hringir ennþá og er búinn að gera í morgun. Hugsanlega á eftir að koma meira.“Þrefalt til fjórfalt álagAuður Björk Guðmundsdóttir hjá VÍS segir að fyrirtækinu hafi borist fjölda fyrirspurna og tilkynningar um tjón um og eftir helgi. „Við erum ekki með endanlegar tölur, en það er mikið búið að hafa samband við okkur.“ Hún segir erfitt að segja til um nákvæman fjölda, en töluvert hafi verið um að vera. Auður segir að í morgun hafi álagið hjá VÍS verið um þrefalt til fjórfalt meira en dagsdaglega. „Síðan er verið að vinna úr þeim tilkynningum sem komu til okkar og mikið af þessu þarf að skoða. Það er allt á fullu. Þetta gengur allt saman vel fyrir sig en við bendum fólki á að það getur verið bið í símanum hjá okkur. Þá er um að gera að skrá tjón í gegnum heimasíðuna okkar.“Fjöldi erinda endurspeglar veðrið TM hefur fengið minnst 94 tjónatilkynningar um og eftir helgi, en tjónkostnaður er enn óljós. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskiptasviðs, segir þennan fjölda vera óvenju mikinn og að hann endurspegli vel veðurhaminn. Enn fær TM símtöl og töluvert er um óbótaskyld mál eins og lausamuni á ferð og tjón á skjólveggjum, sem ekki eru hluti af brunabótamati og því ekki tryggðir. Fyrst og fremst eru tjónin á höfuðborgarsvæðinu en þó nokkur á landsbyggðinni.
Veður Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira