Vísir setur notendamet á íslenskum fréttamiðli Kolbeinn Tumi Daðason 15. mars 2015 12:00 Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira