Þeir Íslendingar sem ferðast mikið hafa vafalaust margir furðað sig á verði á vatnsflöskum á flugvöllum víða um heim. Þar er vatnið víða dýrt og á sumum stöðum svo dýrt að sumum blöskrar.
Á alþjóðlega flugvellinum í Los Angeles (LAX) kostar eins lítra plasflaska af vatni 5 dollara, eða 700 hundruð krónur og hefur það leitt til kæru á þessari himinháu verðlagningu. Sá aðili sem kærir er birgi vatnsins og er kærunni beint að Hudson Group sem rekur einar 40 flugvallarverslanir.
Birginn vill að vatnsflaskan sé seld á 2,55 dollara, en því vill Hudson ekki hlýta og því hefur kæran verið lögð fram. Það eru vafalaust margir sem fagna þessari kæru og því okri sem á þessu ódýra hráefni er. Það kostar líklega aðeins örlítið brot af söluverðinu að tappa vatninu á plastflöskur.
Kæra 5 dollara verð á vatni á flugvöllum
