Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2015 16:31 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af sakborningunum í Aurum-málinu ásamt verjendum sínum. Vísir Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, segir að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafi svo sannarlega vitað það fyrir aðalmeðferð málsins að sérfróður meðdómandi í málinu væri bróðir Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fangelsi í Al-Thani málinu. Stangast þetta á við það sem sérstakur saksóknari sagði í fjölmiðlum eftir að dómur í Aurum-málinu féll. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í dag vegna kröfu verjenda um að taka skýrslu af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St. Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Tengist skýrslutakan ómerkingarkröfu ríkissaksóknara en hún byggir á því að efast megi um óhlutdrægni Sverris vegna ættartengsla Sverris við Ólaf Ólafsson. Þá efast ákæruvaldið einnig um óhlutdrægni Sverris vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum um embætti sérstaks saksóknara eftir að dómur féll. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknariSegir sérstakan saksóknara hafa sagt frá ættartengslum Sverris Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Svo virðist sem að hér standi orð dómformannsins gegn orðum sérstaks saksóknara. Ólafur Þór sagðist í fjölmiðlum eftir að dómur var kveðinn upp í Aurum-málinu ekki hafa haft upplýsingar um ættartengslin. Hefði hann haft þær hefði hann mótmælt skipan Sverris í dóminn. Vegna þessa vilja verjendur í Aurum-málinu kalla Guðjón til sem vitni, sem og Sverri Ólafsson, en dómari spurði Óttar hvað verjendur vildu nákvæmlega spyrja Guðjón um. Svaraði hann því til að verjendur vildu spyrja dómformanninn út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hafi átt sér stað eins og lýst var í umræddu símtali. Dómari spurði þá, þar sem orð væri gegn orði, hvort ekki væri rétt að kalla Ólaf Þór Hauksson líka til sem vitni. Sagði Óttar þá að ákæruvaldið hefði lýst því yfir við þingfestingu málsins að ef fallist yrði á kröfu verjenda myndi ríkissaksóknari kalla sérstakan saksóknara til sem vitni. Sönnunarfærsla varðandi orð Ólafs Þórs lægi þar að auki hjá ákæruvaldinu.Ólafur Ólafsson er bróðir Sverris Ólafssonar meðdómara í Aurum-málinu.VÍSIR/VILHELMVelti fyrir sér hæfi Sverris vegna þess að hann sat í skilanefnd Glitnis Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, fór fram á að kröfu verjenda yrði hafnað. Hann sagði lög einfaldlega koma í veg fyrir það að dómari máls gæti borið vitni í því. Þá sagði hann að ekkert myndi koma út úr skýrslutökunum færu þær fram þar sem ekki væri hægt að meta hvor hefði rétt fyrir sér, sérstakur saksóknari eða dómformaðurinn. Símtal Ólafs Þórs og Guðjóns snerist vissulega um hæfi sérfróða meðdómandans Sverris, sagði Helgi. Samtalið hafi hins vegar ekki verið um ættartengsl Sverris við Ólaf Ólafsson og upplýsti sérstakur saksóknar dómformanninn ekki um þau. Hann upplýsti hins vegar dómformanninn um það að Sverrir Ólafsson hafði starfað fyrir skilanefnd Glitnis og velti því upp hvernig það sneri að sakborningum sem væru fyrrverandi stjórnendur og eigendur Glitnis.Á dagskrá Hæstaréttar eftir tæpan mánuð Dómur fell í Aurum-málinu seinasta sumar og voru sakborningarnir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Aurum-málið er komið á dagskrá Hæstaréttar þann 13. apríl næstkomandi. Það er því ljóst að dómari þarf að hafa hraðar hendur við það að kveða upp úrskurð sinn vegna kröfu verjenda í málinu nú.Uppfært klukkan 22:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að verjandi Lárusar Welding hafi vísað í tölvupóstsamskipti sérstaks saksóknara við dómformann en það er ekki rétt. Um var að ræða annars vegar tölvupóstsamskipti dómformanns við ríkissaksóknara og verjendur og hins vegar tölvupóst sérfróðs meðdómanda til dómformanns. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43 Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir. 8. júní 2014 13:22 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, segir að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafi svo sannarlega vitað það fyrir aðalmeðferð málsins að sérfróður meðdómandi í málinu væri bróðir Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fangelsi í Al-Thani málinu. Stangast þetta á við það sem sérstakur saksóknari sagði í fjölmiðlum eftir að dómur í Aurum-málinu féll. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í dag vegna kröfu verjenda um að taka skýrslu af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St. Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Tengist skýrslutakan ómerkingarkröfu ríkissaksóknara en hún byggir á því að efast megi um óhlutdrægni Sverris vegna ættartengsla Sverris við Ólaf Ólafsson. Þá efast ákæruvaldið einnig um óhlutdrægni Sverris vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum um embætti sérstaks saksóknara eftir að dómur féll. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknariSegir sérstakan saksóknara hafa sagt frá ættartengslum Sverris Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Svo virðist sem að hér standi orð dómformannsins gegn orðum sérstaks saksóknara. Ólafur Þór sagðist í fjölmiðlum eftir að dómur var kveðinn upp í Aurum-málinu ekki hafa haft upplýsingar um ættartengslin. Hefði hann haft þær hefði hann mótmælt skipan Sverris í dóminn. Vegna þessa vilja verjendur í Aurum-málinu kalla Guðjón til sem vitni, sem og Sverri Ólafsson, en dómari spurði Óttar hvað verjendur vildu nákvæmlega spyrja Guðjón um. Svaraði hann því til að verjendur vildu spyrja dómformanninn út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hafi átt sér stað eins og lýst var í umræddu símtali. Dómari spurði þá, þar sem orð væri gegn orði, hvort ekki væri rétt að kalla Ólaf Þór Hauksson líka til sem vitni. Sagði Óttar þá að ákæruvaldið hefði lýst því yfir við þingfestingu málsins að ef fallist yrði á kröfu verjenda myndi ríkissaksóknari kalla sérstakan saksóknara til sem vitni. Sönnunarfærsla varðandi orð Ólafs Þórs lægi þar að auki hjá ákæruvaldinu.Ólafur Ólafsson er bróðir Sverris Ólafssonar meðdómara í Aurum-málinu.VÍSIR/VILHELMVelti fyrir sér hæfi Sverris vegna þess að hann sat í skilanefnd Glitnis Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, fór fram á að kröfu verjenda yrði hafnað. Hann sagði lög einfaldlega koma í veg fyrir það að dómari máls gæti borið vitni í því. Þá sagði hann að ekkert myndi koma út úr skýrslutökunum færu þær fram þar sem ekki væri hægt að meta hvor hefði rétt fyrir sér, sérstakur saksóknari eða dómformaðurinn. Símtal Ólafs Þórs og Guðjóns snerist vissulega um hæfi sérfróða meðdómandans Sverris, sagði Helgi. Samtalið hafi hins vegar ekki verið um ættartengsl Sverris við Ólaf Ólafsson og upplýsti sérstakur saksóknar dómformanninn ekki um þau. Hann upplýsti hins vegar dómformanninn um það að Sverrir Ólafsson hafði starfað fyrir skilanefnd Glitnis og velti því upp hvernig það sneri að sakborningum sem væru fyrrverandi stjórnendur og eigendur Glitnis.Á dagskrá Hæstaréttar eftir tæpan mánuð Dómur fell í Aurum-málinu seinasta sumar og voru sakborningarnir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Aurum-málið er komið á dagskrá Hæstaréttar þann 13. apríl næstkomandi. Það er því ljóst að dómari þarf að hafa hraðar hendur við það að kveða upp úrskurð sinn vegna kröfu verjenda í málinu nú.Uppfært klukkan 22:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að verjandi Lárusar Welding hafi vísað í tölvupóstsamskipti sérstaks saksóknara við dómformann en það er ekki rétt. Um var að ræða annars vegar tölvupóstsamskipti dómformanns við ríkissaksóknara og verjendur og hins vegar tölvupóst sérfróðs meðdómanda til dómformanns. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43 Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir. 8. júní 2014 13:22 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00
Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir. 8. júní 2014 13:22
Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20