Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2015 15:16 vísir/gva Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira