Harmageddon

Stöðvaði tónleika til að gefa blindum aðdáenda trommukjuða

Orri Freyr Rúnarsson skrifar
Dave Grohl heldur áfram að tryggja stöðu sína sem almennilegasti rokkari veraldar en hann stöðvaði tónleika Foo Fighters í Ástralíu á dögunum til þess að gefa blindum aðdáenda þeirra trommukjuða. En Grohl sá þá aðdáenda fremst við sviðið sem skilti þar sem hann sagðist vera blindur og langaði í trommukjuða. Um leið og Grohl sá skiltið stoppaði hann í miðju lagi og bað Taylor Hawkins, trommara Foo Fighters, um að rétta sér trommukjuða sem hann gaf svo aðdáendanum. Hægt er að sjá myndband af atvikinu neðst í fréttinni.

Tónlistarmaðurinn Noel Gallagher heldur áfram að búa til 100 fyrirsagnir í hverju einasta viðtali sem hann fer í og nýjustu fórnarlömb hans eru meðlimir hljómsveitarinnar Alt-J. En Gallagher var í viðtali við Rolling Stone tímaritið og þar sagðist hann vera hrifinn af laginu Left Hand Free en aðdáun hans á Alt-J næði ekki lengra en þetta eina lag. Ástæðuna sagði hann vera einfalda, einn meðlimur Alt-J er með yfirvaraskegg og slíkt sé óásættanlegt.

Johnny Depp hefur engan áhuga á að hefja tónlistarferil.Vísir/Getty
Leikarinn Johnny Depp heldur áfram að láta rokkstjörnu drauma sína rætast en undanfarið hefur hann komið fram á tónleikum með fjölmörgum hljómsveitum og um helgina voru það aðdáendur Marilyn Manson sem duttu í lukkupottinn þegar að Johnny Depp birtist á sviðinu og spilaði á gítar í laginu Beautiful People. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Johnny Depp spilar með Marilyn Manson en hann og söngvarinn eru gamlir vinir og hafa nokkrum sinnum unnið saman að tónlist. Depp segist hafa mjög gaman af því að koma fram á tónleikum með öðrum hljómsveitum en hann muni þó aldrei leggja tónlistina fyrir sig.

Nú stefnir allt í að hljómsveitin Korn þurfti að mæta í réttarsal eftir að fyrrum trommari þeirra, David Silveria, fór í mál við hljómsveitina eftir að hann fékk ekki að ganga aftur til liðs við þá. Trommarinn David Selveria var einn af stofnmeðlimum Korn en hann sagði skilið við hljómsveitina árið 2006. Nú vill hann snúa aftur í hljómsveitina sem neitar þó að taka við honum, enda er Korn auðvitað löngu búin að finna sér nýjan trommara. Þá segist Silveria einnig eiga inni greiðslur þar sem hann hafi aldrei gefið upp hlutdeild  af tekjum Korn eftir að hann hætti í sveitinni. 








×