Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt myndband sem sýnir aftöku tveggja manna. Þetta er fyrsta slíka myndbandið sem liðsmenn Boko Haram birta, en það minnir óneitanlega á aftökumyndbönd ISIS.
Myndbandið var birt á netinu í gær. Þar má sjá tvo menn á hnjánum, en fyrir aftan þá standa nokkrir vígamenn Boko Haram. Einn vígamannanna heldur á hníf og neyðist einn fanganna til að segja að hann hafi verið að njósna fyrir nígerísk yfirvöld.
Á vef Reuters segir að myndbandið hafi verið klippt þannig að að ávarpum loknum eru sýndar myndir af líkum mannanna þar sem höfuð þeirra hafa verið skorin af. Reuters leggur áherslu á enn eigi eftir að staðfesta hvort myndbandið sé ekta.
Boko Haram birtir myndband af aftöku tveggja manna
Atli Ísleifsson skrifar
