Viðskipti erlent

Úkraínumenn stórhækka stýrivexti

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabankastjórinn Valeria Gontareva.
Seðlabankastjórinn Valeria Gontareva. Vísir/AFP
Seðlabanki Úkraínu hækkaði í morgun stýrivexti úr 19,5 prósentum í 30 prósent.

Þetta er í annað skiptið á árinu sem bankinn hækkar stýrivexti. Stýrivextir í landinu hafa ekki verið hærri í fimmtán ár.

Seðlabankastjórinn Valeria Gontareva segist vonast til að hækkunin muni draga úr verðbólgu og styrkja gjaldmiðil landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×