Af málfrelsi Ásmundar Friðrikssonar Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. mars 2015 14:55 Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar