Ekki liggur fyrir hve umfangsmiklar skemmdirnar eru samkvæmt ferðamála- og fornminjaráðuneyti Írak. Fornleyfafræðingar og embættismenn í Írak segjast þó hafa búist við þessu.
„Það hryggir mig að segja að allir hafi búist við þessu,“ segir fornleifafræðingurinn Abdulamir Hamdani, í samtali við AFP fréttaveituna. „Þeir ætla sér að eyðileggja sögu Írak. Hatra verður næst. Það er einungis tímaspursmál.“
j
Hatra er meira en tvö þúsunda ára gömul borg sem varðveist hefur vel og er á minjalista UNESCO. Hún er einnig nærri Mosul.
Fyrir um viku síðan birtu samtökin myndband af fylgismönnum sínum þar sem þeir eyðilögðu styttur og fornminjar í safni í Mosul.
Þrátt fyrir eyðileggingu fornminja er talið að samtökin hafi hagnast gífurlega á sölu fornleifa á svörtum mörkuðum.