Svavar Atli tryggði Tindastól sigur og annað sætið í deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 21:58 Darrel Lewis átti flottan leik í liði Tindastóls í kvöld. Skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. vísir/ernir Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01
Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47