Viðskipti erlent

Dánarbú Michael Jackson þénaði 22 milljarða í fyrra

ingvar haraldsson skrifar
Danarbúi Michael Jackson var það tekjuhæsta í heimi í fyrra.
Danarbúi Michael Jackson var það tekjuhæsta í heimi í fyrra. nordicphotos/afp
Dánarbú bandaríska popparans Michael Jackson þénaði 160 milljónir dollara á síðasta ári eða sem jafngildir tæplega 22 milljörðum króna. Dánarbú Michael Jackson var því tekjuhæsta dánarbú þekkts einstaklings á síðasta ári samkvæmt lista Forbes.

Dánarbú Michael Jackson hefur þénað yfir 100 milljónir dollara á hverju ári síðan hann lést af of stórum lyfjaskammti árið 2009.

Stór hluti teknanna kemur frá sýningunum Immortal og One, en sú síðarnefnda er sýnd í Las Vegas. Þá var platan Xscape með lögum eftir Jackson gefin út í fyrra en hún fór hæst í annað sæti metsölulista.

Í öðru sæti er dánarbú Elvis Presley sem þénaði 55 milljónir dollara eða sem nemur 7,5 milljörðum króna í fyrra. Á þessu ári verða 38 ár síðan konungur rokksins lést aðeins fjörutíu og tveggja ára gamall.

Í þriðja sæti er dánarbú Charles Schulz sem þénaði 40 milljónir dollara á síðasta ári. Schulz er höfundur myndasagnanna um Smáfólkið en þekktustu persónur þess eru Snoopy og Charlie Brown. Schulz lést af völdum krabbameins árið 2000.

Meðal annarra á listanum eru Elizabeth Taylor, Marilyn Monroe, Bob Marley, John Lennon og Albert Einstein sem þénuðu milli 12 og 25 milljónir dollara á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Hlustaðu á nýtt Michael Jackson lag

Lagið XSCAPE af væntanlegri plötu Michaels Jackson, sem kemur út í maí, fimm árum eftir dauða hans, hefur lekið á netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×