Matthías Orri: Deildin yrði ekki eins án stórveldis eins og ÍR Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2015 13:30 Matthías Orri verður með í kvöld. vísir/pjetur ÍR getur afgreitt fallbaráttuna í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tekur á móti Skallagrími á heimavelli sínum í Hertz-hellinum. ÍR er með tíu stig eins og Fjölnir en á tvo leiki eftir. Fjölnismenn eiga bara einn eftir. Skallagrímur er með átta stig og á tvo leiki eftir. Með sigri í kvöld fellir ÍR lið Skallagríms á stigum og þá er liðið yfir í innbyrðis viðureignum sínum gegn Fjölni. Grafarvogsmenn þurfa því í raun að mæta í Breiðholtið í kvöld og styðja Skallagrím til sigurs. Matthías Orri Sigurðarson, leikstjórnandi ÍR, meiddist í byrjun leiks gegn Grindavík 15. febrúar og missti af síðustu tveimur leikjum ÍR gegn Grindavík sem tapaðist og Snæfelli sem vannst. „Ég verð með í kvöld. Það er ekkert annað í boði. Ég læt bara adrenalínið sjá um þetta og spila eins og ekkert sé að mér,“ segir Matthías Orri í samtali við Vísi. Matthías meiddist þegar hann fór upp í skot gegn Grindavík og lenti á fæti Ómars Sævarssonar með þeim afleiðingum að hann sneri upp á ökklann. „Ég er orðinn þokkalegur. Ég æfði í gær og fyrradag og hef verið nokkuð góður. Þetta virtist bara vera venjulegur snúningur en það var beinmar sem hélt mér lengur frá,“ segir Matthías, en er hann alveg klár í slaginn? „Ég er svona 70 prósent heill en þegar komið er í leikinn spilar maður eins og ekkert sé að.“ Leikstjórnandinn öflugi, sem hefur skorað 19,9 stig að meðaltali í leik og gefið 5,6 fráköst, segir ekkert annað í boði en að vinna í kvöld. „Það kemur ekkert annað til greina. Dominos-deildin verður ekki eins án stórveldis eins og ÍR. Við gerum allt sem við getum til að halda okkur upp fyrir stuðningsmenn okkar og deildina,“ segir Matthías Orri. „Ég býst ekki við neinu öðru en að Breiðhyltingar fjölmenni á leikinn og Skallagrímsmenn líka. Það verður skammarlegt ef húsið verður ekki fullt,“ segir Matthías Orri Sigurðarson.Aðrir leikir kvöldsins:Keflavík - Snæfell, 19.15 Njarðvík - Stjarnan, 19.15Leikur ÍR og Skallagríms verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
ÍR getur afgreitt fallbaráttuna í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tekur á móti Skallagrími á heimavelli sínum í Hertz-hellinum. ÍR er með tíu stig eins og Fjölnir en á tvo leiki eftir. Fjölnismenn eiga bara einn eftir. Skallagrímur er með átta stig og á tvo leiki eftir. Með sigri í kvöld fellir ÍR lið Skallagríms á stigum og þá er liðið yfir í innbyrðis viðureignum sínum gegn Fjölni. Grafarvogsmenn þurfa því í raun að mæta í Breiðholtið í kvöld og styðja Skallagrím til sigurs. Matthías Orri Sigurðarson, leikstjórnandi ÍR, meiddist í byrjun leiks gegn Grindavík 15. febrúar og missti af síðustu tveimur leikjum ÍR gegn Grindavík sem tapaðist og Snæfelli sem vannst. „Ég verð með í kvöld. Það er ekkert annað í boði. Ég læt bara adrenalínið sjá um þetta og spila eins og ekkert sé að mér,“ segir Matthías Orri í samtali við Vísi. Matthías meiddist þegar hann fór upp í skot gegn Grindavík og lenti á fæti Ómars Sævarssonar með þeim afleiðingum að hann sneri upp á ökklann. „Ég er orðinn þokkalegur. Ég æfði í gær og fyrradag og hef verið nokkuð góður. Þetta virtist bara vera venjulegur snúningur en það var beinmar sem hélt mér lengur frá,“ segir Matthías, en er hann alveg klár í slaginn? „Ég er svona 70 prósent heill en þegar komið er í leikinn spilar maður eins og ekkert sé að.“ Leikstjórnandinn öflugi, sem hefur skorað 19,9 stig að meðaltali í leik og gefið 5,6 fráköst, segir ekkert annað í boði en að vinna í kvöld. „Það kemur ekkert annað til greina. Dominos-deildin verður ekki eins án stórveldis eins og ÍR. Við gerum allt sem við getum til að halda okkur upp fyrir stuðningsmenn okkar og deildina,“ segir Matthías Orri. „Ég býst ekki við neinu öðru en að Breiðhyltingar fjölmenni á leikinn og Skallagrímsmenn líka. Það verður skammarlegt ef húsið verður ekki fullt,“ segir Matthías Orri Sigurðarson.Aðrir leikir kvöldsins:Keflavík - Snæfell, 19.15 Njarðvík - Stjarnan, 19.15Leikur ÍR og Skallagríms verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira