Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari kvenna 2015! Anton Ingi Leifsson í Laugardalshöll skrifar 21. febrúar 2015 00:01 Úr leiknum. Vísir/Þórdís Grindavík er Powerade-bikarmeistari kvenna í körfuknattleik árið 2015. Þær unnu granna sína í Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. Lokatölur 68-61. Grindvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með afar öflugum öðrum og þriðja leikhluta. Þær unnu fyrstu þrjá leikhlutana og meðal annars þann þriðja 22-12. Keflavík náði áhlaupi í fjórða leikhluta, en sigurinn féll Grindavíkur megin. Fyrsti leikhluti fór nokkuð fjörlega af stað, en liðin skiptust á að gera mistök sem er skiljanlegt í eins stórum leik og þessi er. Mikið undir og spennustigið eflaust hátt. Liðin skiptust á að skora og Grindavík leiddi 19-15 eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta voru Grindvíkingar mun sterkari aðilinn. Þær hirtu alla lausu bolta sem í boði voru og þótt þær skutu og hittu ekki, hirtu þær bara frákastið. Keflavík glutraði boltanum líka alltof, alltof oft til þess að halda í við Grindavík. Þær blá-grænklæddu náðu frábærum kafla um miðjan annan leikhluta þegar þær breyttu stöðunni úr 27-23 í 37-23. Munurinn var svo tíu stig þegar gengið var til hálfleiks, 40-30. Kristina King var öflug í fyrri hálfleik, en hún var kominn með tíu stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar. Alls voru sex leikmenn Grindavíkur komnir með meira en fjögur stig eða meira í fyrri hálfleik, einungis þrír hjá Keflavík. Þriðji leikhlutinn var eign Grindvíkinga. Þær gjörsamlega gengu yfir granna sína og náðu meðal annars 22 stiga forystu á tímapunkti í leikhlutanum. Þær breyttu stöðunni úr 49-40 í 62-40 og leikurinn var algjörlega þeirra. Keflavík hefði ekki getað keypt sér körfu og voru í tómum vandræðum í jafnt vörn sem sókn. Staðan 62-42 fyrir lokaleikhlutann. Ekkert var skorað fyrstu tvær mínúturnar í síðasta leikhlutanum og jafnt og þétt gengu Keflvíkingar á lagið. Grindavík skoraði sína fyrstu körfu þegar 1:42 var eftir af leiktímanum, en þrátt fyrir það náðu Keflavík ekki að jafna metin. Lokatölur urðu svo sjö stiga sigur Grindavíkur, 68-61. Kristina King var stigahæst hjá Grindavík með nítján stig, en auk þess tók hún tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Petrúnella Skúladóttir (17 stig og tíu fráköst) og Pálína Gunnlaugsdóttir (14 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar) áttu einnig afar góðan leik fyrir Grindavík. Hjá Keflavík voru þær Carmen Thyson-Thomas og Bryndís Guðmundsdóttir í sérflokki. Carmen skoraði 23 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Bryndís skoraði fjórtán stig og tók átta fráköst. Aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Skotnýting Keflavíkur var ansi skrautleg. Þær hittu ekki úr þriggja stiga skoti fyrr en undir lok fjórða leikhluta eftir fimmtán tilraunir. Ekki spes nýting á meðan þristarnir fóru niður hjá Grindavík. Grindavík því bikarmeistari kvenna 2015!Sverrir: Spiluðum frábæra vörn Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Hann var að vonum hæstánægður þegar Vísir hitti hann að máli eftir leikinn. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman að þessu,“ sagði Sverrir en hvað skóp sigurinn að hans mati? „Frábær vörn, barátta og samheldni. Við lentum í vandræðum í sókninni í 4. leikhluta og skoruðum ekki í langan tíma. „Samt nálguðust þær okkur ekki að ráði því við spiluðum góða vörn,“ sagði þjálfarinn sem hefur einnig gert kvennalið Njarðvíkur að bikarmeisturum. En fór um Sverri í lokaleikhlutanum þegar Keflavík fór að þjarma að Grindavíkurstúlkum? „Tja, manni líður alltaf betur þegar maður er með góða forystu. En mér fannst við vera í þannig gír að við myndum bara bæta í.“ Grindavík fékk gott framlag frá mörgum leikmönnum og Sverrir var ánægður með liðsheildina í dag. „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. „En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið,“ sagði Sverrir að lokum.Petrúnella:Vorum orðnar full sigurvissar „Við erum himinlifandi,” sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Grindavíkur, í leikslok. Petrúnella átti afbragðs leik fyrir Grindavík. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi hafi verið lykillinn að þessum sigri.” „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt,” sem segist þó ekki hafa verið orðin stressuð. „Nei, ég var ekkert orðin stressuð,” sem var sátt með sinn leik. „Svo lengi sem ég hjálpa liðinu mína og spila vel þá er ég sátt.” „Já, það verður fagnað í kvöld!Pálína: Þakka fyrir mig „Þetta var rosalega gaman. Ég er mjög ánægð,” voru fyrstu viðbrögð Pálína Gunnlaugsdóttir í leikslok, en Pálina spilaði vel fyrir Grindavík. „Mér fannst liðsheildin vera mjög góð. Við mættum tilbúnar, stóðum alltaf saman og það var aldrei spurning hvort við myndum tapa. „Við hugsuðum aldrei að við værum að fara tapa þessum leik. Það var bara sigur, sigur, sigur hugsunin.” „Það fór aðeins um mig þegar það voru svona fjórar og hálf mínúta eftir. Ég var mjög afslöppuð fyrir þennan leik, ég hef aldrei verið svona fyrir eins stóran leik. Það fór þó aðeins um mig þegar svona fjórar mínútur voru eftir. Þá kom stressið og fiðringurinn.” Pálina var að vinna bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu, „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklátt og þakka kærlega fyrir mig,” „Það verður virkilega gaman í kvöld og við gerum eitthvað virkilega skemmtilegt,” sagði Pálina og leit á dóttur sína sem var kampakát með sigurinn eins og mamma sín.Sigurður: Áttum að tapa stærra „Vörnin var okkur skelfileg samt skora þær 68 stig sem á að duga til að vinna fyrir lið eins og Keflavík,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Sóknarleikurinn var bara verri og mjög margir leikmenn voru ekki með hausinn einhverstaðar annarstaðar. Það var sérstakt.” „Að við höfum tapað með sjö finnst mér ennþá skrýtnara miðað við frammistöðuna. Við áttum að tapa stærra,” sem segist ekki halda að spennustigið hafi verið of hátt. „Það held ég ekki.” „Við erum búin að vera í vandræðum með leikstjórnendastöðuna og það var bara áframhald á því,” sagði Sigurður Ingimundarson ósáttur í leikslok.Vísir/ÞórdísTölfræði leiks:Grindavík-Keflavík 68-61 (19-15, 21-15, 22-12, 6-19)Grindavík: Kristina King 19/12 fráköst/7 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/10 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 23/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14/8 fráköst/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 8/9 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/9 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson[Beintextalýsing] Fjórða leikhluta lokið (68-61): Grindavík er bikarmeistari kvenna árið 2015! Til hamingju Grindavík! 39. mín (65-59): Sex stiga munur þegar 37 sekúndur eru eftir af leiknum. Einhverjir héldu að þetta væri komið hjá Grindavík og stuðningsmenn voru meðal annars byrjaðir að syngja: Bikarmeistarar! Fimm stig frá Keflavík í röð setur þennan leik í algjört uppnám. 39. mín (64-54): Kristina King skorar fyrstu stig Grindavíkur af vítalínunni þegar 1:42 eru eftir. Tíu stiga munur.38. mín (62-52): Grindavík er ekki enn búið að skora í fjórða leikhlutanum þegar 2:08 eru eftir af leikhlutanum. Það er magnað að liðið haldi enn forystunni, en liðið nýtur nú góðs af því hversu vel liðið spilaði í fyrri hálfleiknum og í þriðja leikhlutanum. Sverrir tekur leikhlé.37. mín (62-50): Grindavík er ekki enn búið að skora í fjórða leikhlutanum. Vesen á þeim blá-gulu.35. mín (62-48): Enn er staðan sú sama og þegar síðasta færsla kom inn. Grindavík er nú í veseni með að skora, en eru þó með fjórtán stiga forystu þegar 4:48 eru eftir af leiknum.34. mín (62-48): Keflavík er aðeins að laga stöðuna og Sverri, þjálfara Grindavíkur, er hætt að lítast á blikuna. Hann tekur leikhlé þegar 6:38 eru eftir af fjórða leikhluta. Sex stig í röð frá Keflavík.32. mín (62-42): Þurrð í Höllinni. Liðin algjörlega að sleppa því að hitta. 1:49 búnar og Sigurður tekur leikhlé.Þriðja leikhluta lokið (62-42): Komiði sæl og blessuð. Tuttugu stiga munur! Grindavík er í fimmta gír hér í Höllinni, jafnvel í sjötta ef þær eru á þannig bíl? Þær breyttu stöðunni úr 49-40 í 62-40! 13-0 kafli. Kristina King og Petrúnella Skúladóttir eru með 16 stig hvor. Carmen Thyson-Thomas með 13 fyrir Keflavík.38. mín (55-50): Fimmtán stiga munur. Ég sem hélt að Keflavík væri að koma sér aftur inn í leikinn, en svo var ekki. Kristina King er með fjórtán stig. Sigurður tekur leikhlé.36. mín (49-40): Níu stiga munur skyndilega. Er Keflavík að koma sér inn í leikinn? Carmen Tyson-Thomas komin með þrettán stig.35. mín (47-36): Bryndís Guðmundsdóttir stjakaði við Petrúnellu eftir hún hrifsaði af henni boltanum og Bryndís er ekki sátt. Hún stjakar við Petrúnellu og allt verður vitlaust Grindavíkur megin, en stuðningsmenn þeirra vilja fá tæknivillu.33. mín (45-34): Ellefu stiga munur og Sigurður Ingimundarson tekur leikhlé. Grindavík var að stela boltanum og Petrúnella var að setja niður sitt tíunda sigur. Það er áfram sama bras á Keflavík.31. mín (43-30): Já, já. Pálína opnar þetta á þristi. Kveikir í stuðningsmönnum Grindavíkur.Hálfleiks-tölfræði: Carmen-Thysn Thomas er stigahæst hjá Keflavík með ellefu stig, en hún hefur einnig tekið fjögur fráköst og átt þrjár stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir hefur skorað níu stig, en aðrar minna í Keflavíkurliðinu. Hjá Grindavík er það Kristina King sem hefur verið fremst meðal jafninga, en hún er komin með tíu stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar.Hálfleikur (40-30): Keflavík náði aðeins að laga stöðuna undir lok fyrri hálfleiks, en tíu stiga munur í hálfleik. Keflavík verður að spila miklu, miklu betur í síðari hálfleik - en það hefur nánast allt legið ofan í hjá Grindavík.18. mín (37-23): Fjórtán stiga munur!! Þvílíkur kafli hjá Grindavík. Tíu stig í röð frá þeim og Sigurður Ingimundarson tekur aftur leikhlé. Stendur ekki steinn yfir steini í varnar- né sóknarleik þeirra hvítklæddu.16. mín (33-23): Grindavík að refsa Keflvíkingum hvað eftir annað á meðan Keflavík hittir varla körfu. Allt ofan í hjá Grindavík. Tíu stiga munur, takk fyrir.14. mín (27-21): Sex stiga leikur, en Keflavík er að passa boltann alltof illa. Eru að glutra honum hvað eftir annað. Kasta honum frá sér.13. mín (25-19): Þriggja stiga skotin eru ekkert að fara niður hjá Keflavík og sex stiga forysta Grindavíkur. Sigurði Ingumundarsyni, þjálfara Keflavíkur, er nóg boðið í bili og hann tekur leikhlé. Grindavíkurstúkan ærist af fögnuði.12. mín (22-19): Liðin skiptast á að skora, en munuirnn er í því að Grindavík er að setja niður sín þriggja stiga skot. Jeanne Lois Figeroa Sicat var rétt í þessu að setja niður einn fyrir þær blá-gulu.Fyrsta leikhluta lokið (19-15): Grindavík hefur fjögurra stiga forystu þegar fyrsta leikhluta er lokið. Þær hafa verið að hitta vel, en leikurinn hefur verið jafn og skemmtilegur. Hraðinn mikill. Kristina King er komin með sjö stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar hjá Grindavík, en hjá Keflavík er það Bryndís Guðmundsdóttir sem er stigahæst með sjö stig. Hún hefur einnig tekið þrjú fráköst.8. mín (17-15): Kristina King er að spila vel, en hún var að setja niður þrist. Hún er allt í allt komin með sjö stig. Pressa Grindvíkinga er að ganga ágætlega upp.6. mín (12-11): Grindavík einu stigi yfir þegar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta. Pálína er búin að næla sér í tvær villur og er skipt útaf. Hún henti niður rosalegum þrist áðan.4. mín (7-7): Jafnt þegar fjórar mínútur eru liðnar. Hraðinn mikill og spennan mikil. Nokkuð um mistök, eins og eðlilegt er í bikarúrslitaleik.2. mín (5-3): Fjörug byrjun. Mikið stuð í Höllinni og lætin mikil. Lognið á undan storminum, en lætin verða rosalega hérna á eftir.1. mín (2-0): María Ben Erlingsdóttir opnar þennan dag hér í Laugardalnum.Fyrir leik: Kristina King, María Ben Erlingsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Petrúnella Skúladóttir. Svona byrjar Grindavík. Keflavíkurliðið er skipað Bryndísi Guðmundsdóttir, Carmen Thyson-Thomas, Ingunni Emblu Kristínardóttur, Söru Rún Hinriksdóttir og Söndru Lind Þrastardóttir.Fyrir leik: Þjóðsöngurinn búinn og þessi veisla er að hefjast. Góða skemmtun!Fyrir leik: Formenn liðanna fylgja heiðursgestum inná völlinn fyrir leik og heilsa uppá leikmenn. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Sandra Antonsdóttir, annar eigandi Einhamar seafood, fylgja liði Grindavíkur, en Anna Lóa Ólafsdóttir forsetji bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fylgir liði Keflavíkur inn á völlinn.Fyrir leik: Fimmtán mínútur í leikinn. Spennan er að magnast og fjöldinn í stúkunni er sífellt að aukast. Enginn annar en röddin sjálf, Páll Sævar Guðjónsson, er hér með míkrafóninn þannig það verður ekkert vesen á kynningunni í dag, svo mikið er víst.Fyrir leik: Þeir Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson verða með flautuna hér í kvöld. Toppmenn sem ættu að leysa verkefnið vel.Fyrir leik: Vísir hefur hitað vel upp fyrir átökin, en hér má sjá nokkrar greinar tengdar leiknum.Pálína: Væri himnasending að vinna með þriðja liðinuAllt hnífjafnt í spá stelpnannaAðeins þrír alíslenskir bikarmeistarar á öldinniEllefu bikarúrslitaleikir um helginaFyrir leik: Carmen Tyson-Thomas er í leikmannahóp Keflavíkur sem mætir í úrslitum. Líkur voru á að Tyson-Thomas myndi ekki spila vegna þess að hún rifbeinsbrotnaði í byrjun mánaðarins, en hún er klár í slaginn og er að minnsta kosti í leikmannahóp Keflavíkur.Fyrir leik: Liðin mættust síðast ellefta febrúar, en þá vann Grindavík með níu stiga mun; 67-58. Pálina Gunnlaugsdóttir var þá stigahæst, en hún skoraði tuttugu stig. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst hjá Keflavík með tólf stig.Fyrir leik: Áhorfendur eru byrjaðir að mæta í Höllina, en þegar þetta er skrifað eru um 50 mínútur í leikinn stóra.Fyrir leik: Eins og segir hér að ofan eru liðin í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Þegar Grindavík og Keflavík mætast er alltaf hart barist og er því búist við hörkuleik hér í dag. Það er mikið undir, sjálfur bikarmeistaratitillinn.Fyrir leik: Góðan dag og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina. Hér verður fylgst með bikarúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Grindavík er Powerade-bikarmeistari kvenna í körfuknattleik árið 2015. Þær unnu granna sína í Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. Lokatölur 68-61. Grindvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með afar öflugum öðrum og þriðja leikhluta. Þær unnu fyrstu þrjá leikhlutana og meðal annars þann þriðja 22-12. Keflavík náði áhlaupi í fjórða leikhluta, en sigurinn féll Grindavíkur megin. Fyrsti leikhluti fór nokkuð fjörlega af stað, en liðin skiptust á að gera mistök sem er skiljanlegt í eins stórum leik og þessi er. Mikið undir og spennustigið eflaust hátt. Liðin skiptust á að skora og Grindavík leiddi 19-15 eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta voru Grindvíkingar mun sterkari aðilinn. Þær hirtu alla lausu bolta sem í boði voru og þótt þær skutu og hittu ekki, hirtu þær bara frákastið. Keflavík glutraði boltanum líka alltof, alltof oft til þess að halda í við Grindavík. Þær blá-grænklæddu náðu frábærum kafla um miðjan annan leikhluta þegar þær breyttu stöðunni úr 27-23 í 37-23. Munurinn var svo tíu stig þegar gengið var til hálfleiks, 40-30. Kristina King var öflug í fyrri hálfleik, en hún var kominn með tíu stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar. Alls voru sex leikmenn Grindavíkur komnir með meira en fjögur stig eða meira í fyrri hálfleik, einungis þrír hjá Keflavík. Þriðji leikhlutinn var eign Grindvíkinga. Þær gjörsamlega gengu yfir granna sína og náðu meðal annars 22 stiga forystu á tímapunkti í leikhlutanum. Þær breyttu stöðunni úr 49-40 í 62-40 og leikurinn var algjörlega þeirra. Keflavík hefði ekki getað keypt sér körfu og voru í tómum vandræðum í jafnt vörn sem sókn. Staðan 62-42 fyrir lokaleikhlutann. Ekkert var skorað fyrstu tvær mínúturnar í síðasta leikhlutanum og jafnt og þétt gengu Keflvíkingar á lagið. Grindavík skoraði sína fyrstu körfu þegar 1:42 var eftir af leiktímanum, en þrátt fyrir það náðu Keflavík ekki að jafna metin. Lokatölur urðu svo sjö stiga sigur Grindavíkur, 68-61. Kristina King var stigahæst hjá Grindavík með nítján stig, en auk þess tók hún tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Petrúnella Skúladóttir (17 stig og tíu fráköst) og Pálína Gunnlaugsdóttir (14 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar) áttu einnig afar góðan leik fyrir Grindavík. Hjá Keflavík voru þær Carmen Thyson-Thomas og Bryndís Guðmundsdóttir í sérflokki. Carmen skoraði 23 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Bryndís skoraði fjórtán stig og tók átta fráköst. Aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Skotnýting Keflavíkur var ansi skrautleg. Þær hittu ekki úr þriggja stiga skoti fyrr en undir lok fjórða leikhluta eftir fimmtán tilraunir. Ekki spes nýting á meðan þristarnir fóru niður hjá Grindavík. Grindavík því bikarmeistari kvenna 2015!Sverrir: Spiluðum frábæra vörn Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Hann var að vonum hæstánægður þegar Vísir hitti hann að máli eftir leikinn. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman að þessu,“ sagði Sverrir en hvað skóp sigurinn að hans mati? „Frábær vörn, barátta og samheldni. Við lentum í vandræðum í sókninni í 4. leikhluta og skoruðum ekki í langan tíma. „Samt nálguðust þær okkur ekki að ráði því við spiluðum góða vörn,“ sagði þjálfarinn sem hefur einnig gert kvennalið Njarðvíkur að bikarmeisturum. En fór um Sverri í lokaleikhlutanum þegar Keflavík fór að þjarma að Grindavíkurstúlkum? „Tja, manni líður alltaf betur þegar maður er með góða forystu. En mér fannst við vera í þannig gír að við myndum bara bæta í.“ Grindavík fékk gott framlag frá mörgum leikmönnum og Sverrir var ánægður með liðsheildina í dag. „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. „En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið,“ sagði Sverrir að lokum.Petrúnella:Vorum orðnar full sigurvissar „Við erum himinlifandi,” sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Grindavíkur, í leikslok. Petrúnella átti afbragðs leik fyrir Grindavík. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi hafi verið lykillinn að þessum sigri.” „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt,” sem segist þó ekki hafa verið orðin stressuð. „Nei, ég var ekkert orðin stressuð,” sem var sátt með sinn leik. „Svo lengi sem ég hjálpa liðinu mína og spila vel þá er ég sátt.” „Já, það verður fagnað í kvöld!Pálína: Þakka fyrir mig „Þetta var rosalega gaman. Ég er mjög ánægð,” voru fyrstu viðbrögð Pálína Gunnlaugsdóttir í leikslok, en Pálina spilaði vel fyrir Grindavík. „Mér fannst liðsheildin vera mjög góð. Við mættum tilbúnar, stóðum alltaf saman og það var aldrei spurning hvort við myndum tapa. „Við hugsuðum aldrei að við værum að fara tapa þessum leik. Það var bara sigur, sigur, sigur hugsunin.” „Það fór aðeins um mig þegar það voru svona fjórar og hálf mínúta eftir. Ég var mjög afslöppuð fyrir þennan leik, ég hef aldrei verið svona fyrir eins stóran leik. Það fór þó aðeins um mig þegar svona fjórar mínútur voru eftir. Þá kom stressið og fiðringurinn.” Pálina var að vinna bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu, „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklátt og þakka kærlega fyrir mig,” „Það verður virkilega gaman í kvöld og við gerum eitthvað virkilega skemmtilegt,” sagði Pálina og leit á dóttur sína sem var kampakát með sigurinn eins og mamma sín.Sigurður: Áttum að tapa stærra „Vörnin var okkur skelfileg samt skora þær 68 stig sem á að duga til að vinna fyrir lið eins og Keflavík,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Sóknarleikurinn var bara verri og mjög margir leikmenn voru ekki með hausinn einhverstaðar annarstaðar. Það var sérstakt.” „Að við höfum tapað með sjö finnst mér ennþá skrýtnara miðað við frammistöðuna. Við áttum að tapa stærra,” sem segist ekki halda að spennustigið hafi verið of hátt. „Það held ég ekki.” „Við erum búin að vera í vandræðum með leikstjórnendastöðuna og það var bara áframhald á því,” sagði Sigurður Ingimundarson ósáttur í leikslok.Vísir/ÞórdísTölfræði leiks:Grindavík-Keflavík 68-61 (19-15, 21-15, 22-12, 6-19)Grindavík: Kristina King 19/12 fráköst/7 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/10 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8, María Ben Erlingsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 23/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14/8 fráköst/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 8/9 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/9 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson[Beintextalýsing] Fjórða leikhluta lokið (68-61): Grindavík er bikarmeistari kvenna árið 2015! Til hamingju Grindavík! 39. mín (65-59): Sex stiga munur þegar 37 sekúndur eru eftir af leiknum. Einhverjir héldu að þetta væri komið hjá Grindavík og stuðningsmenn voru meðal annars byrjaðir að syngja: Bikarmeistarar! Fimm stig frá Keflavík í röð setur þennan leik í algjört uppnám. 39. mín (64-54): Kristina King skorar fyrstu stig Grindavíkur af vítalínunni þegar 1:42 eru eftir. Tíu stiga munur.38. mín (62-52): Grindavík er ekki enn búið að skora í fjórða leikhlutanum þegar 2:08 eru eftir af leikhlutanum. Það er magnað að liðið haldi enn forystunni, en liðið nýtur nú góðs af því hversu vel liðið spilaði í fyrri hálfleiknum og í þriðja leikhlutanum. Sverrir tekur leikhlé.37. mín (62-50): Grindavík er ekki enn búið að skora í fjórða leikhlutanum. Vesen á þeim blá-gulu.35. mín (62-48): Enn er staðan sú sama og þegar síðasta færsla kom inn. Grindavík er nú í veseni með að skora, en eru þó með fjórtán stiga forystu þegar 4:48 eru eftir af leiknum.34. mín (62-48): Keflavík er aðeins að laga stöðuna og Sverri, þjálfara Grindavíkur, er hætt að lítast á blikuna. Hann tekur leikhlé þegar 6:38 eru eftir af fjórða leikhluta. Sex stig í röð frá Keflavík.32. mín (62-42): Þurrð í Höllinni. Liðin algjörlega að sleppa því að hitta. 1:49 búnar og Sigurður tekur leikhlé.Þriðja leikhluta lokið (62-42): Komiði sæl og blessuð. Tuttugu stiga munur! Grindavík er í fimmta gír hér í Höllinni, jafnvel í sjötta ef þær eru á þannig bíl? Þær breyttu stöðunni úr 49-40 í 62-40! 13-0 kafli. Kristina King og Petrúnella Skúladóttir eru með 16 stig hvor. Carmen Thyson-Thomas með 13 fyrir Keflavík.38. mín (55-50): Fimmtán stiga munur. Ég sem hélt að Keflavík væri að koma sér aftur inn í leikinn, en svo var ekki. Kristina King er með fjórtán stig. Sigurður tekur leikhlé.36. mín (49-40): Níu stiga munur skyndilega. Er Keflavík að koma sér inn í leikinn? Carmen Tyson-Thomas komin með þrettán stig.35. mín (47-36): Bryndís Guðmundsdóttir stjakaði við Petrúnellu eftir hún hrifsaði af henni boltanum og Bryndís er ekki sátt. Hún stjakar við Petrúnellu og allt verður vitlaust Grindavíkur megin, en stuðningsmenn þeirra vilja fá tæknivillu.33. mín (45-34): Ellefu stiga munur og Sigurður Ingimundarson tekur leikhlé. Grindavík var að stela boltanum og Petrúnella var að setja niður sitt tíunda sigur. Það er áfram sama bras á Keflavík.31. mín (43-30): Já, já. Pálína opnar þetta á þristi. Kveikir í stuðningsmönnum Grindavíkur.Hálfleiks-tölfræði: Carmen-Thysn Thomas er stigahæst hjá Keflavík með ellefu stig, en hún hefur einnig tekið fjögur fráköst og átt þrjár stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir hefur skorað níu stig, en aðrar minna í Keflavíkurliðinu. Hjá Grindavík er það Kristina King sem hefur verið fremst meðal jafninga, en hún er komin með tíu stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar.Hálfleikur (40-30): Keflavík náði aðeins að laga stöðuna undir lok fyrri hálfleiks, en tíu stiga munur í hálfleik. Keflavík verður að spila miklu, miklu betur í síðari hálfleik - en það hefur nánast allt legið ofan í hjá Grindavík.18. mín (37-23): Fjórtán stiga munur!! Þvílíkur kafli hjá Grindavík. Tíu stig í röð frá þeim og Sigurður Ingimundarson tekur aftur leikhlé. Stendur ekki steinn yfir steini í varnar- né sóknarleik þeirra hvítklæddu.16. mín (33-23): Grindavík að refsa Keflvíkingum hvað eftir annað á meðan Keflavík hittir varla körfu. Allt ofan í hjá Grindavík. Tíu stiga munur, takk fyrir.14. mín (27-21): Sex stiga leikur, en Keflavík er að passa boltann alltof illa. Eru að glutra honum hvað eftir annað. Kasta honum frá sér.13. mín (25-19): Þriggja stiga skotin eru ekkert að fara niður hjá Keflavík og sex stiga forysta Grindavíkur. Sigurði Ingumundarsyni, þjálfara Keflavíkur, er nóg boðið í bili og hann tekur leikhlé. Grindavíkurstúkan ærist af fögnuði.12. mín (22-19): Liðin skiptast á að skora, en munuirnn er í því að Grindavík er að setja niður sín þriggja stiga skot. Jeanne Lois Figeroa Sicat var rétt í þessu að setja niður einn fyrir þær blá-gulu.Fyrsta leikhluta lokið (19-15): Grindavík hefur fjögurra stiga forystu þegar fyrsta leikhluta er lokið. Þær hafa verið að hitta vel, en leikurinn hefur verið jafn og skemmtilegur. Hraðinn mikill. Kristina King er komin með sjö stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar hjá Grindavík, en hjá Keflavík er það Bryndís Guðmundsdóttir sem er stigahæst með sjö stig. Hún hefur einnig tekið þrjú fráköst.8. mín (17-15): Kristina King er að spila vel, en hún var að setja niður þrist. Hún er allt í allt komin með sjö stig. Pressa Grindvíkinga er að ganga ágætlega upp.6. mín (12-11): Grindavík einu stigi yfir þegar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta. Pálína er búin að næla sér í tvær villur og er skipt útaf. Hún henti niður rosalegum þrist áðan.4. mín (7-7): Jafnt þegar fjórar mínútur eru liðnar. Hraðinn mikill og spennan mikil. Nokkuð um mistök, eins og eðlilegt er í bikarúrslitaleik.2. mín (5-3): Fjörug byrjun. Mikið stuð í Höllinni og lætin mikil. Lognið á undan storminum, en lætin verða rosalega hérna á eftir.1. mín (2-0): María Ben Erlingsdóttir opnar þennan dag hér í Laugardalnum.Fyrir leik: Kristina King, María Ben Erlingsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Petrúnella Skúladóttir. Svona byrjar Grindavík. Keflavíkurliðið er skipað Bryndísi Guðmundsdóttir, Carmen Thyson-Thomas, Ingunni Emblu Kristínardóttur, Söru Rún Hinriksdóttir og Söndru Lind Þrastardóttir.Fyrir leik: Þjóðsöngurinn búinn og þessi veisla er að hefjast. Góða skemmtun!Fyrir leik: Formenn liðanna fylgja heiðursgestum inná völlinn fyrir leik og heilsa uppá leikmenn. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Sandra Antonsdóttir, annar eigandi Einhamar seafood, fylgja liði Grindavíkur, en Anna Lóa Ólafsdóttir forsetji bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fylgir liði Keflavíkur inn á völlinn.Fyrir leik: Fimmtán mínútur í leikinn. Spennan er að magnast og fjöldinn í stúkunni er sífellt að aukast. Enginn annar en röddin sjálf, Páll Sævar Guðjónsson, er hér með míkrafóninn þannig það verður ekkert vesen á kynningunni í dag, svo mikið er víst.Fyrir leik: Þeir Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson verða með flautuna hér í kvöld. Toppmenn sem ættu að leysa verkefnið vel.Fyrir leik: Vísir hefur hitað vel upp fyrir átökin, en hér má sjá nokkrar greinar tengdar leiknum.Pálína: Væri himnasending að vinna með þriðja liðinuAllt hnífjafnt í spá stelpnannaAðeins þrír alíslenskir bikarmeistarar á öldinniEllefu bikarúrslitaleikir um helginaFyrir leik: Carmen Tyson-Thomas er í leikmannahóp Keflavíkur sem mætir í úrslitum. Líkur voru á að Tyson-Thomas myndi ekki spila vegna þess að hún rifbeinsbrotnaði í byrjun mánaðarins, en hún er klár í slaginn og er að minnsta kosti í leikmannahóp Keflavíkur.Fyrir leik: Liðin mættust síðast ellefta febrúar, en þá vann Grindavík með níu stiga mun; 67-58. Pálina Gunnlaugsdóttir var þá stigahæst, en hún skoraði tuttugu stig. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst hjá Keflavík með tólf stig.Fyrir leik: Áhorfendur eru byrjaðir að mæta í Höllina, en þegar þetta er skrifað eru um 50 mínútur í leikinn stóra.Fyrir leik: Eins og segir hér að ofan eru liðin í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Þegar Grindavík og Keflavík mætast er alltaf hart barist og er því búist við hörkuleik hér í dag. Það er mikið undir, sjálfur bikarmeistaratitillinn.Fyrir leik: Góðan dag og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina. Hér verður fylgst með bikarúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira