Justin: Ekki hægt að stoppa KR - bara hægja á því Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 09:00 Justin Shouse í leik með Stjörnunni gegn KR. Vísir/Ernir „Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
„Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira