Körfubolti

Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. Stjarnan hefur þrívegis leikið til úrslita í bikarkeppninni og alltaf farið með sigur af hólmi.

KR var yfir lengst af í leik dagsins en Stjörnumenn reyndust sterkari á svellinu undir lokin og uppskáru tveggja stiga sigur, 85-83. Jeremy Atkinson fór mikinn í liði Garðbæinga en hann skoraði 31 stig og tók níu fráköst. Justin Shouse átti einnig flottan leik með 19 stig og 10 stoðsendingar.

Þórdís Inga Þórarinsdóttir var ljósmyndari Vísis á leiknum en myndirnar sem hún tók má sjá hér að ofan.

vísir/þórdís

Tengdar fréttir

Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009?

Bikarúrslitin í körfunni fara fram í dag. Keflavík mætir Grindavík í kvennaflokki og KR og Stjarnan eigast við í karlaflokki. Búist er við spennuleik hjá konunum en eins og 2009 er Stjarnan litla liðið hjá körlunum.

Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu

"Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag.

Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára

"Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×