Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarsveitarmaður að störfum í dag mynd/flugbjörgunarsveitin hellu „Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum. Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
„Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum.
Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48