Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarsveitarmaður að störfum í dag mynd/flugbjörgunarsveitin hellu „Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum. Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum.
Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48