Varðhaldi hafnað yfir hælisleitanda sem sagðist „elska“ ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 18:09 Grunur leikur á að maðurinn hafi gefið upp rangar persónuupplýsingar. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald. Mið-Austurlönd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald.
Mið-Austurlönd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira