Ítrekað uppselt í Bláa lónið Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2015 09:48 Dagný Pétursdóttir. Bláa lónið beinir nú þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að þeir bóki komu sína með fyrirvara. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35 prósenta fjölgun á milli ára. Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða.Aldrei verið fleiri á þessum tíma ársBláa lónið er meðal þeirra áfangastaða sem er ofarlega á blaði ferðamanna, furðu hátt hlutfall erlendra ferðamanna sem hingað koma vilja fara í Bláa lónið eða í kringum 80 prósent. Greiningardeild Landsbanka spáir því að ferðamannafjöldi fari yfir milljón, sem þýðir að líklega þurfa þau í Bláa lóninu að taka á móti um 800 þúsund manns. Víst er að í Bláa lóninu hefur fólk ekki farið varhluta af þessari gríðarlegu fjölgun. Þar á bæ er litið svo á að þetta sé lúxusvandamál sem þó hefur þurft að bregðast við og lokað hefur verið fyrir það að fólk geti bara komið og mætt í Lónið án þess að eiga bókaðan aðgöngumiða. Það hefur þurft að senda tilkynningar til ferðaþjónustuaðila, að það sé uppselt. „Við höfum lengi stefnt að því að stýra fjölda heimsókna innan dagsins. Rými er fyrir 750 manns í lóninu á hverjum tíma og takmarkast það við fjölda skápaplássa í búningsklefum,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins.Nýleg SnapChat-mynd frá Bláa lóninu. Þar er fullt meira og minna alla daga.MYND/ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR2200 gestir á laugardaginn síðastaHún segir að allt snúist þetta um að upplifun gesta sé með sem bestum hætti. Að þeir sem komi fái sinn griðastað í Lóninu, í rólegheitum og afslöppun og þetta þýðir að þeir sem ekki bóka miða verða að bíða eða jafnvel frá að hverfa. Því þetta er ekki þannig að fólk sé kallað uppúr eftir tiltekinn tíma. Að undanförnu hefur ítrekað verið uppselt í Bláa lóninu sem er nýlunda á þessum tíma árs. Helgarnar eru mest sóttar, en einnig hefur verið uppselt á virkum dögum. Meira að segja miðvikudagar, sem eru millidagar, þá er fólk ýmist farið af landi brott eða nýkomið, hafa verið þétt bókaðir. En, helgarnar eru best sóttar og sem dæmi mættu 2200 síðastliðinn laugardag. Sú tala telst viðráðanleg en það er háð því að dreifing sé góð yfir daginn.700 þúsund gestir í fyrra og þeim fer fjölgandiÁ síðasta ári tók Bláa lónið á móti 700 þúsund gestum. Sumarið var mjög vel sótt, en þá var ekki þessi mikla ásókn og nú er, yfir vetrarmánuðina, sem eðli máls samkvæmt helst í hendur við aukinn straum ferðamanna til ársins. „Við sjáum annað mynstur í yfir sumartímann í heimsóknum, en þær dreifast öllu jafna betur yfir daginn. Við sjáum ekki núna hvernig það lítur út varðandi bókanir fyrir þetta sumar enda er þessi aðgangsstýring tiltölulega nýfarin af stað,“ segir Dagný. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Styrkir ríkis við tvö stóriðjuverkefni er 1,1 milljarður Áherslur ríkisstjórnar sagðar klárar: hún vill styrkja stóriðjuframkvæmdir en skattleggja ferðaþjónustu. 5. febrúar 2015 15:09 Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar Erlendum ferðamönnum sem komu til landsins í janúar fjölgaði um 34,5%. 6. febrúar 2015 15:44 Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði. 28. janúar 2015 08:00 Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35 prósenta fjölgun á milli ára. Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða.Aldrei verið fleiri á þessum tíma ársBláa lónið er meðal þeirra áfangastaða sem er ofarlega á blaði ferðamanna, furðu hátt hlutfall erlendra ferðamanna sem hingað koma vilja fara í Bláa lónið eða í kringum 80 prósent. Greiningardeild Landsbanka spáir því að ferðamannafjöldi fari yfir milljón, sem þýðir að líklega þurfa þau í Bláa lóninu að taka á móti um 800 þúsund manns. Víst er að í Bláa lóninu hefur fólk ekki farið varhluta af þessari gríðarlegu fjölgun. Þar á bæ er litið svo á að þetta sé lúxusvandamál sem þó hefur þurft að bregðast við og lokað hefur verið fyrir það að fólk geti bara komið og mætt í Lónið án þess að eiga bókaðan aðgöngumiða. Það hefur þurft að senda tilkynningar til ferðaþjónustuaðila, að það sé uppselt. „Við höfum lengi stefnt að því að stýra fjölda heimsókna innan dagsins. Rými er fyrir 750 manns í lóninu á hverjum tíma og takmarkast það við fjölda skápaplássa í búningsklefum,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins.Nýleg SnapChat-mynd frá Bláa lóninu. Þar er fullt meira og minna alla daga.MYND/ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR2200 gestir á laugardaginn síðastaHún segir að allt snúist þetta um að upplifun gesta sé með sem bestum hætti. Að þeir sem komi fái sinn griðastað í Lóninu, í rólegheitum og afslöppun og þetta þýðir að þeir sem ekki bóka miða verða að bíða eða jafnvel frá að hverfa. Því þetta er ekki þannig að fólk sé kallað uppúr eftir tiltekinn tíma. Að undanförnu hefur ítrekað verið uppselt í Bláa lóninu sem er nýlunda á þessum tíma árs. Helgarnar eru mest sóttar, en einnig hefur verið uppselt á virkum dögum. Meira að segja miðvikudagar, sem eru millidagar, þá er fólk ýmist farið af landi brott eða nýkomið, hafa verið þétt bókaðir. En, helgarnar eru best sóttar og sem dæmi mættu 2200 síðastliðinn laugardag. Sú tala telst viðráðanleg en það er háð því að dreifing sé góð yfir daginn.700 þúsund gestir í fyrra og þeim fer fjölgandiÁ síðasta ári tók Bláa lónið á móti 700 þúsund gestum. Sumarið var mjög vel sótt, en þá var ekki þessi mikla ásókn og nú er, yfir vetrarmánuðina, sem eðli máls samkvæmt helst í hendur við aukinn straum ferðamanna til ársins. „Við sjáum annað mynstur í yfir sumartímann í heimsóknum, en þær dreifast öllu jafna betur yfir daginn. Við sjáum ekki núna hvernig það lítur út varðandi bókanir fyrir þetta sumar enda er þessi aðgangsstýring tiltölulega nýfarin af stað,“ segir Dagný.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Styrkir ríkis við tvö stóriðjuverkefni er 1,1 milljarður Áherslur ríkisstjórnar sagðar klárar: hún vill styrkja stóriðjuframkvæmdir en skattleggja ferðaþjónustu. 5. febrúar 2015 15:09 Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar Erlendum ferðamönnum sem komu til landsins í janúar fjölgaði um 34,5%. 6. febrúar 2015 15:44 Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði. 28. janúar 2015 08:00 Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Styrkir ríkis við tvö stóriðjuverkefni er 1,1 milljarður Áherslur ríkisstjórnar sagðar klárar: hún vill styrkja stóriðjuframkvæmdir en skattleggja ferðaþjónustu. 5. febrúar 2015 15:09
Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar Erlendum ferðamönnum sem komu til landsins í janúar fjölgaði um 34,5%. 6. febrúar 2015 15:44
Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði. 28. janúar 2015 08:00
Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28
Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44