„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn hafa ítrekað stefnt sér í voða undanfarið, meðal annars í Reynisfjöru og Jökulsárlóni. Mynd/Ingólfur Bruun/Ulrich Pittroff/Owen Hunt Liðna viku hafa ítrekað borist fréttir af því að ferðafólk stefni sér í voða, til dæmis við Jökulsárlón og Reynisfjöru. Þá splundruðust rúður í bílum ferðamanna sem óku um Öræfasveit í ofsaveðri sem gekk þar yfir á sunnudag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að félagið leggi áherslu á fræðslu og forvarnir til erlendra ferðamanna en það þurfi engu að síður að gera betur í því og þá þurfi meira fjármagn í málaflokkinn. „Við höfum verið með verkefnið safetravel.is þar sem við höfum fengið ferðaþjónustuna og opinbera aðila í lið með okkur til að koma upplýsingum á framfæri við erlenda ferðamenn. Við þurfum þó að stýra ferðamönnunum betur og setja pening í þennan málaflokk. Það má eiginlega segja að þessi mikla fjölgun á stuttum tíma sé að koma svolítið í bakið á okkur. Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessu,“ segir Ólöf.Sjá einnig:Ferðamenn urðu illa úti í ÖræfasveitSumir hlusta ekki á aðvaranir Elías Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, vill ekki meina að yfirvöld séu búin að missa stjórn á ferðamannastraumnum þrátt fyrir gríðarmikla fjölgun ferðamanna. „Það sem er verið að gera með átakið „Ísland allt árið“ er tvennt. Það er annars vegar að fá ferðamenn hingað til lands árið um kring og hins vegar að dreifa þeim betur um landið. Við gerum okkur samt fulla grein fyrir því að það er allra veðra von á Íslandi og það er alltaf verið að reyna að koma skilaboðum til ferðamanna,“ segir Elías. Aldrei verður þó hægt að koma í veg fyrir að ferðamenn hlusti ekki á viðvaranir vegna hættu á ferðamannastöðum, að mati Elíasar. „Það er því miður staðreynd að fólk keyrir framhjá lokunum en það er ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum. Það eru til dæmis skilti bæði í Reynisfjöru og Jökulsárlóni með aðvörunum en svo virðist vera sem sumir lesi einfaldlega ekki eða fari einfaldlega ekki eftir því sem segir á skiltunum.“Sjá einnig: „Sumir hlusta bara ekki“„Við getum alltaf gert betur“ Elías segir að þó megi alltaf gera betur í öryggismálum ferðamanna og meðal annars eigi að nota hluta af tekjum náttúrupassans í að auka öryggi. „Þetta er einfaldlega verkefni sem öll ferðaþjónustan þarf að koma að. Gististaðir geta til dæmis varað gesti sína við með því að prenta út veðurspá og þess háttar. Það er margt sem við getum gert, og erum að gera, en við getum alltaf gert betur.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Liðna viku hafa ítrekað borist fréttir af því að ferðafólk stefni sér í voða, til dæmis við Jökulsárlón og Reynisfjöru. Þá splundruðust rúður í bílum ferðamanna sem óku um Öræfasveit í ofsaveðri sem gekk þar yfir á sunnudag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að félagið leggi áherslu á fræðslu og forvarnir til erlendra ferðamanna en það þurfi engu að síður að gera betur í því og þá þurfi meira fjármagn í málaflokkinn. „Við höfum verið með verkefnið safetravel.is þar sem við höfum fengið ferðaþjónustuna og opinbera aðila í lið með okkur til að koma upplýsingum á framfæri við erlenda ferðamenn. Við þurfum þó að stýra ferðamönnunum betur og setja pening í þennan málaflokk. Það má eiginlega segja að þessi mikla fjölgun á stuttum tíma sé að koma svolítið í bakið á okkur. Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessu,“ segir Ólöf.Sjá einnig:Ferðamenn urðu illa úti í ÖræfasveitSumir hlusta ekki á aðvaranir Elías Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, vill ekki meina að yfirvöld séu búin að missa stjórn á ferðamannastraumnum þrátt fyrir gríðarmikla fjölgun ferðamanna. „Það sem er verið að gera með átakið „Ísland allt árið“ er tvennt. Það er annars vegar að fá ferðamenn hingað til lands árið um kring og hins vegar að dreifa þeim betur um landið. Við gerum okkur samt fulla grein fyrir því að það er allra veðra von á Íslandi og það er alltaf verið að reyna að koma skilaboðum til ferðamanna,“ segir Elías. Aldrei verður þó hægt að koma í veg fyrir að ferðamenn hlusti ekki á viðvaranir vegna hættu á ferðamannastöðum, að mati Elíasar. „Það er því miður staðreynd að fólk keyrir framhjá lokunum en það er ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum. Það eru til dæmis skilti bæði í Reynisfjöru og Jökulsárlóni með aðvörunum en svo virðist vera sem sumir lesi einfaldlega ekki eða fari einfaldlega ekki eftir því sem segir á skiltunum.“Sjá einnig: „Sumir hlusta bara ekki“„Við getum alltaf gert betur“ Elías segir að þó megi alltaf gera betur í öryggismálum ferðamanna og meðal annars eigi að nota hluta af tekjum náttúrupassans í að auka öryggi. „Þetta er einfaldlega verkefni sem öll ferðaþjónustan þarf að koma að. Gististaðir geta til dæmis varað gesti sína við með því að prenta út veðurspá og þess háttar. Það er margt sem við getum gert, og erum að gera, en við getum alltaf gert betur.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57