„Hákarlinn" bítur í Tiger Woods Kári Örn Hinriksson skrifar 26. febrúar 2015 08:15 Tiger Woods er ávalt miðpunktur athyglinnar. Getty Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu. Golf Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu.
Golf Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira