„Hákarlinn" bítur í Tiger Woods Kári Örn Hinriksson skrifar 26. febrúar 2015 08:15 Tiger Woods er ávalt miðpunktur athyglinnar. Getty Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira